Munur á milli breytinga „Þvottabjörn“

 
== Lífshættir, útbreiðsla og nytjar ==
Þvottabirnir eru stærstir allra [[Hálfbirnir|hálfbjarna]]; skrokklengd fullvaxins dýrs er 40-70 cm og þyngdin frá 3,5-9 kíló. Þvottabjörninn er yfirleitt næturdýr. Hann er alæta, étur jurtir og aldin, orma, skordýr, ýmis smádýr, fugla og fiska, og þegar hann tekur sér bólfestu nálægt mannabústöðum sækir hann oft í sorp og úrgang til að leita sér matar.
 
Þvottabjörninn er upprunninn í [[Norður-Ameríka|Norður-Ameríku]] og náttúruleg heimkynni hans þar eru í laufskógum og á mörkum barr- og laufskógabelta en aðlögunarhæfni hans er mikil og hann hefur einnig tekið sér bólfestu í fjallendi, við strendur og í bæjum og borgum. Fyrir og um miðja 20. öld voru þvottabirnir fluttir til [[Evrópa|Evrópu]], [[Kákasus]]landa og [[Japan]], þar sem þeim var ýmist sleppt viljandi eða þeir sluppu úr haldi og náðu útbreiðslu.