„Hvítabirnir á Íslandi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 4:
Tveir hvítabirnir gengu á land á Íslandi árið [[2008]]. Sá fyrri sást fyrst í Skagafirði þann 3. júní við Miðmundarfell á Skaga. Björninn var felldur sama dag og var sú ákvörðun afar umdeild og olli mikilli fjölmiðlaumfjöllun.
 
Aldursgreining á tönnum hvítabjarnarins sem framkvæmd var af Karli Skírnissyni dýrafræðingi við tilraunastöðina á Keldum, leiddi í ljós að björninn var 22. ára gamalt karldýr og er einn af elstu hvítabjörnum af Grænlandskyni sem vitað er til að hafi verið vegnir. Hann var einnig smitaður af Tríkínumtríkínum, sníkjudýri sem leggst á hvítabjarnarstofninn, en sníkjudýrið dregur úr hreyfigetu dýrsins.<ref>[http://mbl.is/frettir/innlent/2008/06/18/thverarfellsbjorninn_smitadur_af_thradormi/ Þverárfjallsbjörninn smitaður af þráðormi] Morgunblaðið</ref>
 
Björninn var stoppaður upp og hefur undanfarin ár verið vistaður á Náttúrustofu Norðurlands vestra og í Minjahúsinu á Sauðárkróki.