„Saga Evrópu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 16:
Hugmyndir um [[stjórnarskrá]]rbundið konungsvald og [[lýðræði]] lifðu áfram eftir að veldi Napóleons var hnekkt í upphafi 19. aldar. Á sama tíma varð til hugmyndin um sjálfsákvörðunarrétt [[þjóð]]a. [[19. öldin]] í Evrópu einkenndist því ekki síst af [[bylting]]um og [[sjálfstæði]]sbaráttu. [[Þýskaland]] og [[Ítalía]] urðu á þessum tíma sjálfstæð [[ríki]]. Á sama tíma var [[bændaánauð]] var afnumin víðast hvar, síðast í [[Rússland]]i 1861. Á [[Balkanskagi|Balkanskaga]] hófst aftur sjálfstæðisbarátta gegn Tyrkjaveldi sem hafði hnignað smám saman aldirnar á undan. Barátta hinna risaveldanna um leifar Evrópuhluta Tyrkjaveldis leiddu til [[Krímstríðið|Krímstríðsins]] 1853 og einnig óbeint til [[Fyrri heimsstyrjöldin|Fyrri heimsstyrjaldarinnar]] 1914. Undir lok heimsstyrjaldarinnar hófst [[Rússneska byltingin]] sem kom [[kommúnismi|kommúnistum]] til valda í Rússlandi og leiddi til stofnunar [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]].
 
Á [[Millistríðsárin|millistríðsárunum]] áttu róttækar stjórnmálastefnur, kommúnismi og [[fasismi]], miklu fylgi að fagna víða á meginlandi Evrópu. [[Kreppan mikla]] og afarkostirnir sem Þjóðverjum voru settir með [[Versalasamningarnir|Versalasamningunum]] 1919 urðu til þess að [[nasismi|nasistar]] náðu völdum í Þýskalandi og komu þar á [[flokksræði]] líkt og á Ítalíu og í Rússlandi. Útþenslustefna Þjóðverja leiddi til [[Síðari heimsstyrjöldin|Síðari heimsstyrjaldarinnar]], mannskæðustu átaka mannkynssögunnar. Á endanum biðu Þjóðverjar ósigur og herir Bandaríkjanna, Bretlands og Sovétríkjanna lögðu lönd þeirra undir sig. Þessi stórveldi skiptu Evrópu síðan í áhrifasvæði eftir styrjöldina og talað var um [[járntjaldið]] sem skildi að áhrifasvæði [[Vesturlönd|Vesturlanda]] og Sovétríkjanna. á tímum [[Kalda stríðið|Kalda stríðsins]].
 
Árið 1989 voru gerðar byltingar sem felldutókst að fella ríkisstjórnir margra sósíalískra ríkjakommúnistaríkja í [[Austurblokkin]]ni og Sovétríkin sjálf liðuðust í sundur skömmu síðar. [[Evrópusambandið]] fékk í kjölfarið stóraukið vægi sem samstarfsvettvangur Evrópuríkja. Árið 1993 var [[Maastricht-sáttmálinn]] gerður sem kvað á um [[þrjár stoðir Evrópusambandsins]] og upptöku sameiginlegrar myntar, [[evra|evrunnar]]. Evrópusambandið hefur síðan smám saman stækkað til austurs og norðurs. Aðildarríki þess eru nú 27 talsins en voru aðeins 6 þegar [[Evrópubandalagið]] var stofnað árið 1957.
 
==Tenglar==