„Saga Evrópu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 5:
Við [[fall Rómaveldis]] hófust [[miðaldir]] í sögu Evrópu. Á þessum tíma náði [[Austrómverska keisaradæmið]] yfir [[Suðaustur-Evrópa|Suðaustur-Evrópu]] og hluta [[Litla-Asía|Litlu-Asíu]]. [[Frankar]] lögðu undir sig stóra hluta Evrópu og [[Frankaveldið]] náði hátindi sínum undir [[Karlamagnús]]i um 800. [[Engilsaxar]] lögðu [[England]] undir sig skömmu eftir brottför Rómverja þaðan á 5. öld. Vald [[páfi|páfans]] í Róm óx samhliða því að þessar germönsku þjóðir tóku upp kristni. Síðasta skeið [[ármiðaldir|ármiðalda]] stóð [[víkingaöld]] yfir þegar [[Norðurlöndin|norrænir menn]] réðust á ríkin sunnar í álfunni og lögðu undir sig hluta þeirra. Í kjölfarið risu nokkur hertogadæmi [[Normannar|Normanna]] í sunnanverðri Evrópu á [[hámiðaldir|hámiðöldum]]. [[Krossferðirnar]] hófust sem svar við uppgangi [[Seljúktyrkir|Seljúktyrkja]] í Litlu-Asíu og árásum þeirra á Austrómverska veldið. Krossferðirnar leiddu til þess að [[Feneyjar]] og [[Genúa]] á [[Ítalía|Îtalíu]] urðu öflug sjóveldi.
 
Innrás [[Mongólar|Mongóla]] í Evrópu hófst á 13. öld undir stjórn [[DjengisGengis Kan]]. Þegar veldi Mongóla í Austur-Evrópu hnignaði reis [[Rússaveldi]] upp og lagði smátt og smátt undir sig stóran hluta [[Norður-Asía|Norður-Asíu]] næstu aldirnar. Árið [[1453]] féll Austrómverska keisaradæmið þegar [[Mehmet 2.]] Tyrkjasoldán lagði [[Konstantínópel]] undir sig. [[Tyrkjaveldi|Tyrkir]] lögðu næstu ár undir sig stóra hluta Suðaustur-Evrópu. [[Endurheimt Spánar]] frá múslimskum konungum stóð yfir og lauk þegar [[Ferdinand og Ísabella]] lögðu [[Granada]] undir sig árið [[1492]], sama ár og [[Kristófer Kólumbus]] kom til [[Ameríka|Ameríku]]. Á [[síðmiðaldir|síðmiðöldum]] hófst [[endurreisnin]] þegar listræn viðmið og heimspekirit klassískrar fornaldar urðu grundvöllur nýrrar evrópskrar menningar.
 
Endalok miðalda og upphaf [[nýöld|nýaldar]] í sögu Evrópu eru miðuð við ýmis ártöl á 15. og 16. öld. [[Prentun]] bóka hófst í stórum stíl eftir að [[Gutenberg]] fann upp prentvélina. Prentlistin varð ein af stoðum [[siðaskiptin|siðaskiptanna]] og útbreiðslu [[mótmælendatrú]]ar í Norður-Evrópu. Á [[landafundatímabilið|landafundatímabilinu]] sigldu evrópskir landkönnuðir um allan heim og lögðu grunninn að landvinningum evrópsku konungsríkjanna í [[Afríka|Afríku]], [[Ameríka|Ameríku]] og [[Asía|Asíu]] næstu aldirnar. Á fyrri hluta 17. aldar stóð hið mannskæða [[Þrjátíu ára stríðið|Þrjátíu ára stríð]] yfir í [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]] sem lauk með [[Vestfalíufriðurinn|Vestfalíufriðnum]] árið 1648. Bæði Þrjátíu ára stríðið og [[Enska borgarastyrjöldin]] voru í og með uppgjör milli mótmælenda og kaþólikka í Norður-Evrópu og lyktaði á flestum stöðum með sigri þeirra fyrrnefndu. Á sama tíma hófst [[vísindabyltingin]] með nýjum rannsóknartækjum og auknum áhuga á [[raunvísindi|raunvísindum]]; [[stjörnufræði]], [[líffræði]] og [[efnafræði]].