„Guðfræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Harald~iswiki (spjall | framlög)
Harald~iswiki (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 25:
**Innan [[skólaspekin|skólaspekinnar]] var hugtakið notað um rannsóknir á kristnum kenningum.
*Í dag er orðið guðfræði yfirleitt notað yfir [[vísindalegar rannsóknir]] á einstökum trúarbrögðum og þeim kenningum sem upp hafa sprottið innan þeirra. Margir líta þó á guðfræði sem einskorðaða við kristni og á hugtakið þá við þau fræði sem fást við eitt allsherjar goðmagn, [[Guð]], sem er miðlægur í hinum trúarlega þankagangi.
 
 
== Guðfræðin og akademían ==
 
Örðugt er að líta framhjá tengslum guðfræðinnar við akademíuna og upphaf háskólanna. Flestir háskólar sem stofnaðir eru fyrir [[upplýsingin|Upplýsingu]] spruttu úr jarðvegi [[klausturhreyfingar|klausturhreyfinga]] og kirkjuskóla [[hámiðaldir|hámiðalda]] (t.d. [[Parísarháskóli]] og [[Oxfordháskóli]]). Þessir skólar voru stofnaðir til að þjálfa unga menn til að þjóna [[kirkja|kirkjunni]] með iðkun guðfræði og [[lögfræði]]. Guðfræðin var alltaf meginviðfangsefni innan [[skóli|skólanna]] og var hún kölluð ''[[Drottning]] vísindanna'' því allar aðrar fræðigreinar skyldu vera notaðar til stuðnings og þjónustu við hana. Menn geta þó deilt um hversu viðeigandi sú nafngift er í dag. Staða guðfræðinnar í háskólasamfélaginu breyttist í [[upplýsingin|Upplýsingunni]] en þá var farið að kenna fleiri fræðigreinar án þess að leggja sérstaka áherslu á tengsl þeirra við guðfræði.