„Antwerpen“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Gessi (spjall | framlög)
Gessi (spjall | framlög)
Lína 53:
=== Seinna stríð og nútími ===
[[Mynd:Haven Antwerpen08.jpg|thumb|Hluti af höfninni í Antwerpen]]
Þjóðverjar hertóku Antwerpen aftur í [[maí]] [[1940]], að þessu sinni nær bardagalaust. Sökum hernaðarmikilvægis hennar, t.d. vegna hafnarinnar og iðnaðarins, gerðu bandamenn ítrekaðar loftárásir á borgina. Þær hörðustu voru gerðar [[5. apríl]] [[1943]], en þá létust um 2000 manns. Í [[september]] [[1944]] náðu [[Bretland|Bretar]] að frelsa borgina. Sökum þess að höfnin reyndist óskemmd, varð hún að mikilvægri birgðastöð fyrir heri bandamanna. Á hinn bóginn gerðu nú Þjóðverjar loftárásir á Antwerpen, aðallega með flugskeytum, allt frá [[október]] 1944 til [[Mars /(mánuður)|mars]] [[1945]]. 1200 flugskeyti hæfðu borgina á þessum tíma. Í þessum árásum létust allt að 7000 manns. Flugskeytin voru svo fljót að ekki var hægt að vara við þeim. Þau lentu víða í borginni, íbúum oftast að óvörum. Time Magazine í [[New York]] kallaði borgina ''The City of Sudden Death'' (''Borg hins óvænta dauða''). Á hinn bóginn slapp höfnin aftur við allar meiriháttar skemmdir. Eftir stríð var höfnin í Antwerpen enn stækkuð. Hún var á þessum tíma þegar orðin stærsta borg landsins. Frá Antwerpen er hægt að sigla um skurði víða um landið, t.d. til fljótsins [[Maas]]. Í upphafi [[21. öldin|21. aldar]] var höfnin sú sjötta stærsta í heimi hvað umsvif varðar. Antwerpen er einnig mikið stórveldi á efnahagssviðinu. Hún er mesta viðskiptaborg með demöntum, en til skamms tíma voru um 80% allra demanta heims seldir þar í borg. Ein 1.600 fyrirtæki sem versla með demönta eru staðsett í borginni einni saman. Nokkrar byggingar í miðborg Antwerpen eru á heimsminjaskrá UNESCO.
 
== Viðburðir ==