„Grísk goðafræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
skemmdarverk
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Grísk goðafræði''' fjallar um þá [[trúarbrögð|trú]] er [[Forn-Grikkir]] höfðu og var stór þáttur í andlegu lífi þeirra á fornum tíma. Grikkir áttu fjöldann allan af guðum og gyðjum sem þeir tilbáðu og sögðu margar sögur af. Hið alþjóðlega orð yfir goðsögu, ''myþa'', er af grískum uppruna en það sama má segja um alþjóðlega heitið á goðafræði, ''myþologia''. Goðafræðin fjallar um sköpun heims og manna, útskýringar á náttúrufyrirbærum, hvað verður um menn eftir dauðann og hvers vegna lífið er eins og það er. sdkfngkslmvalemæfokbæsnl.vnf
 
Grísk goðafræði hjálpar okkur að skilja hugsunarhátt Forn-Grikkja og sóttu skáld, málarar og myndhöggvarar innblástur í fræðin, sérstaklega á [[15. öld|15.]] og [[16. öld]]. Ýmsar heimildir eru til um goðafræði hins forna tíma og teljast sum rit mikilvægari heimildir en önnur. [[Hómerskviður]] frá 8. öld f.Kr. geyma t.a.m. fjölmargar sögur af guðunum. Einnig notuðu ýmis fræg ljóðskáld efni úr goðsögum í miklum mæli, t.d. til að hylla sigurvegara á [[Ólympíuleikar|Ólympíuleikum]]. Þess má einnig geta að [[Rómverjar]] tóku guðaheim Grikkja nær óbreyttan inn í trú sína.