Munur á milli breytinga „Ríkharður ljónshjarta“

m
ekkert breytingarágrip
m (r2.7.1) (Vélmenni: Bæti við: lij:Ricardo Cœu de Lion)
m
Margt hefur verið ritað um [[kynhneigð]] Ríkharðs. Sagnfræðingurinn Jean Flori hefur gert rannsókn á verkum samtímahöfunda og segir að þeir hafi almennt talið Ríkharð [[samkynhneigð]]an og segir að tvær opinberar syndajátningar hans, [[1191]] og [[1195]], beri því vitni. Ekki eru þó allir sammála því áliti. Samtímaheimildir segja líka frá sambandi hans við konur og hann gekkst við einum óskilgetnum syni, Filippusi af Cognac. Flori telur hann því hafa verið [[tvíkynhneigð]]an.
 
Ríkharður hefur fengið góð eftirmæli í sögunni og mun betri anen flestir sagnfræðingar telja um að hann eigi skilið. Steven Runciman segir í ''History of the Crusades'' að hann hafi verið „slæmur sonur, slæmur eiginmaður og slæmur konungur, en glæsilegur og frábær hermaður“. Þótt hann dveldist nær ekkert í Englandi og talaði nær enga ensku hafa Englendingar löngum litið á hann sem þjóðhetju og hann er einn þekktasti konungur Englands fyrr á öldum og einn örfárra eftir [[1066]] sem jafnan er einkenndur með viðurnefni en ekki tölustaf.
 
== Heimildir ==
12.610

breytingar