„Eldgjá“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
→‎Eldstöðvarnar: bætti við mynd af Ófærufoss
Lína 10:
 
== Eldstöðvarnar ==
[[Mynd:Ofaerufoss 1975 1.jpg|thumb|right|300px|Ófærufoss 1975 meðan steinboginn stóð enn sem lá yfir neðri fossinn, en hann hrundi árið 1993]]
Skipta má gossprungunni í þrjá aðalhluta. Nyrst eru Kambagígar og gígar við Stakafell, sem ná allt norður að Tröllhamri þaðan sem stutt er í Vatnajökul Á miðhluta sprungunnar er Eldgjá sjálf og gígar og sprungur beggja vegna við hana. Suðurhlutinn sem er gígaröð norður af Öldufelli sem hverfur inn undir Mýrdalsjökul með stefnu á Kötlu. Eldgjá er stórbrotnust frá veginum sem liggur yfir hana, Fjallabaksleið nyrðri, og norður að Gjátindi. Þar er hún óslitin, víða um 600 m breið og allt að 200 m djúp. Í gjárbörmunum eru gjallskriður og hamrabelti oft með rauðum lit. Áin [[Nyrðri-Ófæra]] fellur ofan í gjána norðarlega í tveimur fossum, [[Ófærufoss]]um, og streymir eftir gjárbotninum, lygn milli gróinna bakka. Sunnar fellur [[Syðri-Ófæra]] um Eldgjá.