„Alþjóðaviðskiptastofnunin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
RedBot (spjall | framlög)
m r2.7.2) (Vélmenni: Bæti við: uz:WTO
mEkkert breytingarágrip
Lína 9:
Samið var um stofnun WTO á fundi í [[Marrakesh]] í [[Marokkó]] þann [[15. apríl]] [[1994]] og tók sá samningur gildi [[1. janúar]] [[1995]]. Stofnunin skyldi leysa af hólmi GATT-samningana (''General Agreement on Tariffs and Trade'') sem eru nokkrir viðskiptasamningar sem farið var að gera uppúr [[síðari heimsstyrjöld]] til þess að stuðla að aukinni [[fríverslun]]. WTO tók þannig uppá sína arma þær reglur og venjur sem höfðu skapast í GATT-kerfinu og fékk það hlutverk að sjá um framkvæmd þeirra og þróa áfram. Hafa ber í huga að GATT var aldrei [[stofnun]] og var reyndar aldrei ætlað að vera annað en bráðabirgðalausn þangað til varanlegri stofnun yrði komið á fót. Upphaflega stóð til að koma slíkri stofnun á laggirnar á fimmta áratug [[20. öldin|20. aldar]] og hefði hún hlotið nafnið ''International Trade Organization'', stofnskrá hennar var samþykkt á fundi í [[Havana]] á [[Kúba|Kúbu]] í [[mars]] [[1948]] en [[Öldungadeild Bandaríkjaþings]] neitaði svo að fullgilda hana, án [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] hefði lítið gagn verið af svona stofnun og því var alveg fallið frá hugmyndinni.
 
{{Hugverkaréttur}}
{{s|1994}}
{{Tengill ÚG|vi}}