„Héraðsdómar Íslands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sterio (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
 
==Forsaga==
Áður hafði dómsvald í héraði hvílt hjá sýslumönnum og bæjarfógetum nema í [[Reykjavík]] þar sem dómsvaldið hvíldi hjá embættum borgardómara, borgarfógeta og sakadómara. Í stærstu kaupstöðum utan Reykjavíkur voru einnig starfandi sérstakir héraðsdómarar við embætti bæjarfógeta. Með lögunum var allt dómsvald fært til hinna nýju héraðsdóma og skerpt var á hlutverki sýslumanna en embætti bæjarfógeta voru lögð niður, embætti borgarfógeta í Reykjavík varð að sýslumanninum í Reykjavík sem fór með sömu störf að dómsvaldinu undanskildu. Lengi hafði verið rætt um fullan aðskilnað umboðsvalds og dómsvalds á Íslandi, meirihluti þingnefndar sem skipuð var 1914 til að fjalla um málið lagði til slíkan aðskilnað 1916 en [[Alþingi]] kaus að ráðast ekki í þær breytingar að svo stöddu. Það var ekki fyrr en mál [[Akureyri]]ngs sem dæmdur var fyrir umferðarlagabrot barst inn á borð mannréttindanefndar [[Evrópuráðið|Evrópuráðsins]] (undanfara núverandi [[Mannréttindadómstóll Evrópu|Mannréttindadómstóls Evrópu]]) 1987 að undirbúning hófst að lagasetningunni. Maðurinn hafði verið dæmdur af fulltrúa bæjarfógetans á Akureyri sem starfaði undir stjórn fógetans sem jafnframt var yfirmaður lögreglunnar sem rannsakaði málið. Málið var kært til mannréttindanefndarinnar á þeirri forsendu að mál sakbornings hefði ekki hlotið meðferð í undirrétti fyrir óháðum dómara. Nefndin ákvað að taka málið til efnismeðferðar sem þýðir að hún taldi líkur á að þetta fyrirkomulag bryti í bága við [[Mannréttindasáttmáli Evrópu|Mannréttindasáttmála Evrópu]]. Dómur féll þó aldrei í þessu máli þar sem gerð var sátt sem fól í sér loforð íslenskra stjórnvalda um að ráðast í breytingarnar á kerfinu.
 
==Dómstólarnir==