„Lestur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|200px|Kona að lesa bók '''Lestur''' er sú aðferð að aftákna, skilja og túlka texta. Getan til þess að lesa heitir læsi...
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Lavery Maiss Auras.jpg|thumb|200px|Kona að lesa bók]]
 
'''Lestur''' er sú aðferð að aftákna, skilja og túlka [[texti|texta]]. Getan til þess að lesa heitir [[læsi]] og er áunninn hæfileiki. Læsi er mismunandi eftir löndum og stafar af misgóðum [[menntun]]arkerfum. Lestur tilheyrir [[máltaka|máltöku]] og auðveldar [[samskipti]] og hugmyndaskipti. Lestur er flókin aðferð sem krefst góðs skilnings á [[merkingarfræði]], [[setningafræði]] og samhengiðsamhenginu sem orð eru í þannig að viðkomandi skilji textann. Sumir eiga erfitt með að lesa og [[stafsetning|stafa]] orð en þetta getur verið greint sem [[lesblinda]]. Sá sem getur ekki lesið neitt kallast ''ólæs''.
 
Lesefni fæst í mörgum ólíkum formum, en í dag er mest lesefni í annaðhvort [[prentun|prentuðu]] formi, eins og [[bók]]um, [[tímarit]]um, [[dagblað|dagblöðum]], [[bæklingur|bæklingum]], eða rafrænu formi, í [[tölvuskjár|tölvuskjám]], [[sjónvarp|sjónvörpum]], [[farsími|farsímum]] eða [[lestölva|lestölvum]]. Texta má einnig [[skrift|skrifa]] með [[penni|penna]] eða [[blýantur|blýanti]]. Textar tengjast oft raunverulegum hlutum, til dæmis heimilsfang á umslagi, vöruupplýsingar á umbúðum eða texti á [[umferðarmerki|umferðarskilti]]. Þannig er lestur mikilvægur hæfileiki sem nýtist í daglegu lífi.