„Ellie Goulding“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 26:
=== Upphaf ===
Goulding skrifaði undir samning við [[Polydor Records]] í september 2009 og fyrsta smáskífan hennar „[[Under the Sheets]]“ kom út í rafrænu formi [[15. nóvember]] [[2009]]. Smáskífan fór í 53. sæti á breska vinsældalistanum. Hún fór á tónleikaferð með [[Little Boots]] í október 2009 og söng lögin „Under the Sheets“ og „[[Guns and Horses]]“ á sjónvarpsþættinum ''[[Later... with Jools Holland]]''. Á Bretlandi var lagið „Wish I Stayed“ fría lag vikunnar 22. – 28. desember 2009 í [[iTunes Store]].
 
=== 2009–11: ''Lights'' og ''Bright Lights'' ===
[[Mynd:Ellie goulding amsterdam.jpg|thumb|left|200px|Ellie Goulding á tónleikum í [[Amsterdam]] 17. júní 2010]]
Fyrsta hljómplata Goulding, ''[[Lights]]'', kom út í mars 2010 og hlaut fyrsta sæti á breska vinsældalistanum og sjötta sæti á írska listanum. Smáskífur þessarar plötu „[[Starry Eyed]]“, „[[Guns and Horses]]“ og „[[The Writer]]“ hlutu 4., 26. og 19. sæti hver um sig. Yfir 620.000 eintök af plötunni hafa selst á Bretlandi frá og með apríl 2012. Í ágúst 2010 gaf Goulding út aðra skífu, ''[[Run Into the Light]]'', með endurunnum lögum af ''Lights''. [[Nike]] styrkti skífuna en hún var gefin út af Polydor sem hlaupaskífa með það í huga að gera tónlist eftir Goulding vinsæla meðal hlaupara.
 
Platan ''Lights'' var gefin út aftur sem ''Bright Lights'' í nóvember 2010 með sex nýjum lögum. Í upphafi var tilkynnt að aðalsmáskífa plötunnar væri ný útgáfa af laginu ''Lights'' og ætlað var að lagið yrði gefið út [[1. nóvember]] [[2010]]. Hætt var við þessa hugmynd og þannig að útgáfa Goulding af laginu „[[Your Song]]“ eftir [[Elton John]] gæti verið gefin út saman með jólaauglýsingu bresku deidarverslunarinnar [[John Lewis]]. Þessi smáskífa varð sú vinsælasta eftir Goulding þangað til og hlaut annað sæti á breska vinsældalistanum. Lagið var líka gefið út í öðrum evrópskum löndum og komst á nokkra topplista þar.
 
Við útgáfu ''Lights'' fór Goulding á tónleikaferð og spilaði með [[Passion Pit]] í mars 2010 og [[John Mayall]] í maí 2010. Um sumarið sama ár spilaði hún á nokkrum tónlistarhátíðum. Þann [[29. maí]] spilaði hún á hátíðinni [[Dot to Dot Festival]] í [[Bristol]]. Hún spilaði svo á [[Glastonbury-hátíðin]]ni á John Peel-sviðinu. Þriðja smáskífan hennar var tónleikaplata sem tekin var upp á [[iTunes Festival]] 2010. Allur flutningurinn fylgdi síðar með iTunes-útgáfu plötunnar ''Bright Lights''. Hún söng í fyrsta skiptið á hátíðinni [[T in the Park]] árið [[11. júlí]] og svo á [[V Festival]] í ágúst sama ár. Í september spilaði hún á [[Bestival]]-hátíðinni á [[Wighteyja|Wighteyju]]. Við útgáfu plötunnar í meginlandi Evrópu flutti hún á hátíðunum [[Pukkelpop]] í Belgíu, [[Open'er Festival]] í Póllandi og [[Benicàssim]] á Spáni. Sama árið var lagið hennar „Every Time You Go“ notað í sjónvarpsþættinum ''[[Vampire Diaries]]'', lagið „Your Biggest Mistake“ notað í þættinum ''[[The Inbetweeners]]'' og lagið „Believe Me“ notað í ''[[90210]]''. Í ágúst og september 2010 söng hún með írsku hljómsveitinni [[U2]] á tónleikaferð þeirra í [[München]], [[Vín]] og [[Zürich]]. Hún hóf sína eigin tónleikaferð í Bandaríkjunum og Kanada í febrúar 2011 á sama tíma og norður-ameríska útgáfan af ''Lights'' kom út.
 
Í janúar 2011 var tilkynnt að lagið ''Lights'' væri önnur smáskífa plötunnar ''Bright Lights''. Í fyrri hluta ársins 2011 tók hún upp lag fyrir kvikmyndina ''[[Life in a Day]]''. Goulding hlaut fimmta sæti á topplista ''[[Rolling Stone]]'' í febrúar 2011. Hún var tilnefnd til tveggja verðlauna á [[BRIT Awards]] það ár en vann þau ekki. Áður hafði hún sungið á verðlaunaveislu BRIT Awards þar sem tilnefningarnar eru tilkynntar.
 
== Plötur==