„Atli (ritverk)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m →‎Úr Atla: tengill
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Atli (bók).jpg|thumb|right|200px|Atli var prentuð í Hrappseyrar-prentsmiðju og gefin þar út árið 1780]]
'''Atli''' sem heitir fullu nafni ''Atli, eða ráðagjörðir yngismanns um búnað sinn: helst um jarðar- og kvikfjárrækt aðferð og ágóða med andsvari gamals bónda'' er leiðarvísir fyrir bændur um rétta breytni í búskaparmálum eftir séra [[Björn Halldórsson]] í Sauðlauksdal. Ritið kom fyrst út árið [[1780]] og var prentað í [[Hrappseyjarprentsmiðja|Hrappseyjarprentsmiðju]] af Guðmundi Ólafssyni. Síðan þá hefur það komið út fjórum sinnum, síðast í ljósritaðri útgáfu frumútgáfu árið [[1948]] á vegum [[Búnaðarfélag Íslands|Búnaðarfélags Íslands]].
 
Fljótlega eftir útgáfu sína var ritinu dreift endurgjaldslaust til íslenskra bændra fyrir tilstilli danakonungs. Það var gert til að auka menntun alþýðunnar og því konungur vildi auka afköst íslenskra bænda. Þetta vakti mikla lukku og því verkið þótti ekki bara fræðandi heldur hin messta skemmtun. Því var algengt allt fram á 19. öld að lesið væri upp úr því á kvöldvökum til afþreyingar. Nánast allt ritið er á samtalsformi eins og oft tíðkaðist um kennslubækur fyrr á tímum. Þar ræða saman hinn fávísi Atli og einstaklingur sem einungis er titlaður bóndi. Atli er að stíga sín fyrstu skref í búskap og fræðir reynslumikill bóndinn hann um hvernig reka skuli gott bú.