„Stopmotion“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ingabringa (spjall | framlög)
Ingabringa (spjall | framlög)
Lína 21:
 
==Stop motion á árunum 1960-2010==
Árið 1965 gerðist það fyrst að stop motion mynd var tilnefnd til [[Óskarsverðlaunin|Óskarsverðlauna]]. Myndin hét ''Clay''(eða the Origin of Species) og var hún eftir sjálfstætt starfandi teiknarann Eliot Noyes Jr., en hann hafði töluvert endurbætt tæknina við að nota skúlptúra úr [[leir]] í stop motion kvikmyndir.
 
Áratug seinna eða árið 1975 vann myndin "Closed Mondays" eftir Will Vinton og Bob Gardiner, til Óskarsverðlauna og varð hún fyrsta myndin sem notaðist við stop motion til þess hljóta Óskarsverðlaun. Vinton þessi gerði í gegnum árin þó nokkrar fleiri stop motion kvikmyndir og voru margar hverjar tilnefndar til Óskarsverðlauna. Árið 1977 gerði Vinton svo [[heimildarmynd]] um gerð þessara stop motion kvikmynda, sem hann kallaði "Claymation" þar sem hann skeytti saman orðunum "clay" og "animation" þar sem að þessar myndir notuðust allar við leirskúlptúra. Orðið "claymation" hefur síðan gjarnan fest við allar myndir af þeim toga.