„Stopmotion“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Olafia90 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Olafia90 (spjall | framlög)
Lína 11:
Framkvæmd stop motion mynda er einföld en gífurlega tímafrek en í stuttu máli felur framkvæmdin í sér að skaparinn eða sá sem býr til myndina velur hentuga fígúru sem á að virðast hreyfast. Í flestum tilvikum er stuðst við viðar-, leir eða plastfígúrur en möguleikarnir er nær endalausir svo framarlega sem fígúran getur haldið sömu stöðu á meðan myndir eru teknar af henni. Ef skaparinn vill myndbút af fígúru sem veifar handlegg sínum hreyfir hann handlegg hennar örlítið á milli skota og tekur mynd af hverri hreyfingu. Vanalega er notast við 24 ramma á sekúndu en það felur í sér að til að fá eina sekúndu af mynd þarf 24 einstakar myndir.
 
Í dag er erfiðara en það var að finna vélar til að nota við gerð stop motion mynda en það er sérstaklega erfitt að finna vélar sem taka einn ramma í einu, en það er nauðsynlegt fyrir stop motion myndagerð. En sértu svo heppinn að finna vél er ekki þar með sagt að þú hafir efni á henni, því vélar með þessari tækni eru rándýrar. Mikill tími fer í það að útbúa svona myndir og eru margir sem að byrja að vinna að myndum sem þessum en gefast svo upp í miðju ferli.
 
Aðrar útfærslur á stop motion
 
'''Stereoscopid 3-D'''
Stereoscopic 3-D, betur þekkt á íslensku sem þrívíddarmyndir. Stereoscopic 3-D er tækni sem að gerir myndunum kleift að öðlast meiri dýpt og virðast raunverulegri þegar að áhorfandinn horfir á hana. Þessi tækni hefur lítið verið notuð á stop motion myndir í gegnum kvikmyndasöguna en hefur þó verið notuð. Fyrsta 3-D stop motion myndin sem gerð var er In tune with tomorrow sem gerð var árið 1939, önnur er The Adventures of Sam space árið 1955 og The Incredible invasion of the 20.000 Giant robots from outer space árið 2000. Ef til vill þekktasta og vinsælasta þrívíddar stop motion myndin í fullri lengd er myndin Coraline sem kom út árið 2009 og er byggð á metsölubók Neil Gaiman. Einnig gaf fyrirtækið Niintendo út tölvuspilið Nintendo 3DS sem er með þann möguleika á að spila stop motion myndbönd árið 2011.
 
'''Go motion'''
Go motion er önnur leið til þess að vinna með stop motion myndir. Go motion notar tölvur saman við handafl til þess að hreyfa módelin örlítið í hverjum ramma, með því að nota handafl er verið að reyna að viðhalda "raunveruleikanum" í myndunum. Go motion tækni var notuð í fyrsta sinn í myndinni [[Star Wars|The Empire strikes back]] úr Star Wars þríleiknum. Einnig var þessi tækni notuð við gerð myndarinnar the Dragonslayer og Robocop. Þessi tækni reyndist einnig mjög hjálpleg við gerð myndarinnar The Jurassic Park, þar sem tæknin var notuð við það að hreyfa risaeðlurnar í myndinni.
 
 
==Dæmi um stop motion myndir==