„Krýsuvík“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
AnikaRosG (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 9:
 
Hveravirknin er samfelldust í [[Hveradölum]] og við [[Seltún]] með gufuhverum og leirhverum. Á þessum stað er mikið um brennisteinshveri og er hæsti hiti í borholum um 230°c en ekki hefur verið borað dýpra en 1200m.
 
 
Á [[Austurengjum]] er jarðhitinn aðallega á einni rák sem nær norður í [[Kleifarvatns]]. Á þessari hitarák eru sprengigígjar sem gosið hafa gjalli. Stærsti gígurinn er um 100 m í þvermál og er staðsettur norðaustur af [[Stóra-Lambafelli]]. Við [[Kleifarvatn]] er ein 600 m djúp borhola og þar er hæsti hitinn um 160°c.
 
 
Hveravirknin í [[Trölladyngju]] er frekar dauf. Þar eru tveir hverir, gufur með [[brennisteini]], hverasprengigígur og hitaskellur í [[Oddafelli]]. Á gossprungunum eru miklir gall- og sprengigígjar. Mesta jarðvegsbreytingin er í [[Sogum]] þar sem mikið af svæðinu eru ummyndað í klessuleir, þar eru líka miklir sprengigígjar allt frá fornöld og er ennþá í dag vatn í sumum. Tvær borholur eru í [[Trölladyngju]], báðar um 260°c heitar ofarlega en önnur kólnar eftir því sem neðar er farið. Dýpri holan endar í 320°c á rúmlega tveggja km dýpi.