„Hraungambri“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Birkihraun3.jpg|thumb|Grámosinn er oft fyrsti landneminn í hraunum en víkur síðar fyrir öðrum gróðri]]
'''Hraungambri''', grámosi eða gamburmosi ([[fræðiheiti]] ''Racomitrium lanuginosum'') er [[mosi]] sem myndar mjúkar, samfelldar breiður. Hann er einn algengasti mosinn í íslenskum hraunum og fyrsti landneminn og myndar breiður í 100 ára gömlum hraunum eða eldri. Á snjóléttum svæðum þá verður hann ráðandi í gróðurfari. Hraungambri vex hægt, aðeins um 5 - 15 mm á ári. Hann vex best þar sem úrkoma er mikil eða mikill raki í lofti og lofthiti frá 8-10 gráðum Celsíus.
 
Hraungambri vex í endann en deyr jafnframt að neðan. Þótt mosaplantan sé 20 cm löng eru aðeins um fimm cm fremst á sprotanum lifandi. Hraungambri lengist um 1 sm á ári og það eru því um 5 ár frá því sprotahluti verður til þangað til hann hættir starfsemi og deyr. Ef hliðarsprotar hafa myndast verða þeir að nýjum plöntum þegar hlutinn fyrir neðan visnar.
 
 
== Heimildir ==
Lína 7 ⟶ 10:
* [http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=200001318 Floras of North America]
* [http://skemman.is/stream/get/1946/7208/19087/4/Fjolgun_mosa_MagneaM.pdf Leiðir til að fjölga mosum, einkum hraungambra] (B.S. ritgerð Magnea Matthíasdóttir)
* [http://mbl.is/greinasafn/grein/578373/ Mbl. 16. desember 2000, Á íslandi vaxa 600 tegundir af mosum]
 
[[Flokkur:Mosi]]