„Megas“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Tónlistarferill í þremur undirköflum
Lína 90:
 
Er Megas og Senuþjófarnir byrjuðu að æfa saman í byrjun árs 2007 datt Megas í þannig stuð að fljótlega var ljóst að hann hafi samið allt of mörg lög á eina plötu og var um of gott umframefni að ræða til að sleppa því. Þetta mætti kalla ritflóð því að ekki var um ritstíflu að ræða þarna hjá meistara Megas. Farið var yfir allt efnið og ákveðið var að dreifa lögunum á tvær plötur, annars vegar á ''Frágang'' og hins vegar á ''Hold er mold''.
 
== Frá góðri trú að upprisu (1986-1994) ==
 
Í góðri trú, fyrsta sólóskífa Megasar í rúmlega sjö ár, var óbeint afsprengi þeirrar samvinnu en þar voru aðrir hljóðfæraleikarar að verki. Þegar platan kom út í vetrabyrjun 1986 var hún rifin út og aðdáendur Megasar fögnuðu endurkomu meistarans, sem sýndi og sannaði að hann hafði engu gleymt. Hann var jafn meinhæðinn og beittur og áður, en samt kvað við nýjan og tón þar sem Megas vitnaði í dægurlagameistara æskuáranna. Ágengur tónflutningurinn féll eins og hanski að hönd meistarans. Það var ekki um að villast að Megas var endurborinn.
 
Platan ''Loftmynd'' sem kom út 1987 var síðbúin afmæliskveðja Megasar til Reykjavíkur en borgarbúar héldu upp á 200 ára afmæli með pompi og pragt árið áður. Megasi var ekki boðið að taka þátt í þeirri veislu, enda hefði hann ekki látið tilleiðast að taka þátt í því skjallbandalagi sem myndað var til að hylla gömlu Vík. ''Loftmynd'' dregur upp aðra og dekkri mynd af borgarlífinu en hin skáldin höfðu notað til að mæra borgina, þótt þar bregði einnig fyrir björtum litum. Megas var útnefndur borgarlistamaður og hlaut þriggja ára starfslaun árið 1990, þremur árum eftir útkomu ''Loftmyndar''.
 
Megas fer í gamalkunnar stellingar annálaskrifara og söguskýranda sem sér hlutina með eigin augum, óháð opinberum gildum og venjum. Það var vænn hópur tónlistarmanna sem vann að plötunni með meistara sínum, þ.á.m. systurnar Björk og Inga Guðmundsdætur. Systurnar komu einnig við sögu á næstu plötu Megasar sem kallast ''Höfuðlausnir''. Þar átti hinn rammgöldrótti [[Hilmar Örn Hilmarsson]] stóran hlut að máli, ásamt Guðlaugi Óttarssyni sem unnið hafði dyggilega með Megasi um nokkurra ára skeið.
 
''Höfuðlausnir'' leið fyrir annarlegan og harðan hljóm er fylgdi stafrænni tækni sem hélt innreið sína og réð ríkjum í hljóðverum landsins um tíma í lok níunda áratugarins. Þetta varð síðasta platan sem Megas gerði fyrir Grammið, sem var í andaslitrunum, ef ''Bláir draumar'' eru undanskildir. Bláir draumar var nafnið á samstarfsverkefni Megasar og Bubba Morthens sem kom út 1988 og var ætlað að seljast í bílhlössum á jólavertíðinni.
 
Nú hefur Megas dregið lögin sín sjö út úr þessari samsuðu og gefið út ásamt átta aukalögum og tíu demóum á geislaplötunni Englaryk í tímaglasi. Það liðu tvö ár þar til Megas lagði sitt eigið fé að veði til að fjármagna gerð plötunnar ''Hættuleg hljómsveit og glæpakvendið Stella'' sem kom út 1990. Það verk var gefið út í 2999 tölusettum eintökum og Megas afhenti sjálfum sér Bullplötu, þar sem ljóst var frá upphafi að platan næði ekki [[Söluviðurkenning fyrir tónlist|gullsölu]] sem miðaðist við 3000 eintök í þá daga. Þetta uppátæki Megasar stuðaði suma útgefendur en gladdi að sama skapi bræður skáldsins og systur í andanum.
 
Enn liðu tvö ár á milli platna hjá Megasi, sem notaði tímann m.a. til að endurheimta útgáfuréttindi allra sinna platna, áður en hann gerði samning við Skífuna um útgáfu plötunnar ''Þrír blóðdropar'' 1992. Sem fyrr voru það Hilmar Örn og Gulli Óttars sem lögðu mest til plötunnar ásamt Megasi. Í kjölfar ''Blóðdropanna'' kom 20 laga safnútgáfan ''Paradísarfuglinn'' 1993, með úrvali laga frá ferlinum að viðbættu nýja laginu Þóra og nýrri hljóðritun lagsins Ef þú smælar framan í heiminn, þar sem Björn Jörundur Friðbjörnsson söng dúett með Megasi.
 
Þar með hófst samstarf Megasar og hljómsveitarinnar [[Nýdönsk|Nýdanskrar]], sem kristallaðist í hljómleikum sem haldnir voru í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð árið eftir. Tónleikarnir voru hljóðritaðir og þóttu takast það vel að afraksturinn var gefinn út á plötunni ''Drög að upprisu'' 1994. Sama ár kom út skáldsagan Björn og Sveinn, eða makleg málagjöld eftir Magnús Þór Jónsson. Það hefur löngum verið skrafað og skeggrætt um líferni Megasar, neyslu hans á margvíslegum efnum þessa heims og annars, að ekki sé minnst á meint andlát hans og upprisu.
 
== Samstarf og senuþjófnaður (1996-) ==