„Megas“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Færði textagreiningu frá uppeldi til fyrstu platna
Lína 18:
 
Ári áður en þriðja bókin kom út höfðu róttækir stúdentar í Osló fjármagnað fyrstu hljómplötu Megasar. Hann var þá búsettur í Noregi og naut aðstoðar þarlendra tónlistarmanna við gerð plötunnar. Skrifstofa SÍNE annaðist sölu plötunnar, sem kom út í 600 eintökum og seldist fljótlega upp. Fór svo að hún var endurútgefin í tvígang á næstu árum og kláraðist jafnharðan. Platan olli nokkru fjaðrafoki. Margir meðal menntafólks og róttæklinga af yngri kynslóðinni kunnu vel að meta tónlist og texta Megasar, en öðrum þótti hann fara með dylgjur og staðleysur um þjóðhetjur og andans menn, auk þess sem hann væri vita laglaus.
 
Í textum sínum grípur Megas oft til kaldhæðni og naprar ádeilu og fjallar um ósóma í samtíð og fortíð, á sama tíma og hann sýnir betri hliðar undirmálsfólks. Textarnir vitna í heimsbókmenntir og íslenska sagnahefð. Rokkfrösum, slangri og nýyrðum er tvinnað saman við gullaldarmál.
 
Megas bjó í Noregi á þessum tíma ásamt eiginkonu sinni svo lítið heyrðist frá honum um skeið. Á páskum árið eftir kom hann fram í SÚM salnum og flutti [[Passíusálmarnir|Passíusálma]] [[Hallgrímur Pétursson|Hallgríms Péturssonar]] við undirspil menntaskólanema. Árið 1974 stóð til að Megas kæmi fram í [[Sjónvarpið|sjónvarpsþætti]] þar sem Ómar Valdimarsson spjallaði við þrjá trúbadúra. Megas mætti í sjónvarpssal með lepp fyrir öðru auganu og þátturinn rúllaði inn á myndband. Þessi þáttur fór samt aldrei lengra því yfirmenn sjónvarpsins komu í veg fyrir að hann væri sýndur og lá hann því í salti árum saman.