„Kristian Kaalund“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 20:
 
Hann varð félagi í [[Vísindafélagið í Kristjaníu|Vísindafélaginu í Kristjaníu]] 1899, í [[Vísindafélagið danska|Vísindafélaginu danska]] ([[Videnskabernes Selskab]]) 1900 og Sænska vísindafélaginu (Kungliga vitterhets-, historie- og antikvitets akademien) 1910. Hann varð [[Dannebrogs-orðan|riddari af Dannebrog]] 1907. [[Hið íslenska bókmenntafélag]] kaus hann heiðursfélaga 1897.
 
== Rit og heimildir ==
Kristian Kaalund ferðaðist um allt Ísland til þess að skoða og skrá þekkta sögustaði og landslag. Í bókinni sinni, ''Bidrag til en topografisk-historisk Beskrivelse af Island'' eða Íslenskir sögusaðir, lýsir Kaalund landslaginu og fornum minjum, sem hann fann á leið sinni, sem hann tengdi svo við íslendingasögurnar. Einnig skráði hann mikið af goðsögnum og þjóðsögum sem tengdust rústum og fornum grafhaugum. Þetta var helsta hlutverk hans hér á landi, auk þess sem að hann vildi enduruppgötva hofarústir sem minnst var á í íslandssögunum.
Hann rannskaði mikið magn af hofstöðum og hofum, eða um 60 sveitarbæi þar sem getið var til hofa, og eitt heildstæðasta safn lýsinga á þessum hofstöðum er hægt að finna í landlýsingum hans. Þetta er fyrsta og eina heildarsafn um hofstaði sem finnst á öllu landinu. Hann notaði margskonar heimildir og studdist hann við t.d. örnefni og staðbundnar hefðir auk upplýsinganna sem að hann aflaði sjálfur í ferð sinni. Hann safnaði einnig fornleifafræðilegum upplýsingum sem hann fann í sóknarlýsingum, heimildum frá Konunglegu fornminjanefndinni í Danmörku og vitnaði í uppgraftarskýrslur [[Sigurðar Vigfússonar]], sem voru nýkomnar út þá. Í ferð sinni hingað öðlaðist Kaalund mikið magn upplýsinga um þjóðsögur og útskýringar um þær rústir sem að hann skoðaði.
Árið 1882 gaf Kaalund út ritgerðina ''Islands Fortidslævningar'' eða “Icelandic Antiquities”, þar sem að hann skráði niður alla þekkta heiðna grafstaði. Hann efaðist um að það væri mikill fjöldi af heiðnum grafreitum vegna þess að fyrstu landnámsmennirnir komu til landsins á seinni hluta 9. aldar og svo var kristnin tekin upp árið 1000, samkvæmt ''[[Íslendingabók]]'' og ''[[Landnámabók]]'' .
 
== Rannsóknir á kirkjurústum ==
Árið 1879 heimsótti Kaalund forna kaupstaðinn Gáseyri, eða [[Gásir]], þar sem að hann taldi sig hafa fundið rústir kirkju. Aðrir fræðimenn höfðu einnig heimsótt Gáseyri og komust þeir að sömu niðurstöðu.
Kaalund hefur þó fundið fleiri kirkjurústir en ein af þeim er kirkjurústin á Esjubergi sem minnst er á í landlýsingum frá seinni hluta 19. aldar. Nýlega kom út rannsóknarskýrsla um kirkjuna sem sýnir að hún er ein af fyrstu ummerkjum fyrri hluta kristindóms á Íslandi.
 
== Búðarústir og samkomustaðir á landnámsöld ==
Bogi Benediktsson lýsti steinlaga hringrúst á Þórnesþingi, sem hann taldi vera gamli dómhringurinn eða “the old court circle” (Adolf Friðriksson, 1994, bls. 112). Hann er um 10 metrar í þvermál, hringlaga og með skilvegg. Bygging hans var frekar ferhyrnd og taldi Bogi því að hann hefði seinna verið notaður sem skýli fyrir sauðfé. Kaalund var ekki sammála þessari lýsingu Boga og sagði að hringurinn væri langt frá því að vera dómhringur vegna þess að hann fann engin ummerki um þennan hring. Hins vegar fann hann um 30 metra aflangar rústir á [[Þingvöllum]], sem hann taldi vera samkomu búð. Orðið búð er notað yfir tímabundinn dvalarstað. Í landslýsingum hans um sögulega staði, lýsti Kaalund mörgum stöðum sem hann taldi tengjast samkomum sem haldnar voru á landnámsöldinni. Hann skoðaði samkomustaði í bókmenntum s.s. ''[[Landnámabók]]'' og leitaði að leifum þess. Það algengasta sem hann fann voru klasar af ferhyrndum rústum, sem hann taldi vera búðir, og svo annaðhvort ferhyrndar eða hringlaga rústir sem hann taldi vera dómhringar. Á sumum þessara staða skráði hann einnig niður þingbrekku, brekku sem var hentug fyrir samkomur. Tengslin á milli staðanna og rituðu heimildanna fann hann með örnefnum s.s. þing eða búð.
Árið 1874 fann Kaalund um tólf búðir austan við Músará og taldi að það gæti hafa verið fleiri, en að þær hafi eyðilagst vegna fljóts og sjó. Með því að bera saman þennan stað og aðra samkomu staði komst Kaalund að þeirri niðurstöðu að ein þessara rústa hefði getað verið dómhringur. Sigurður Vigfússon fann þá sjö búðarústir og lýsti hann dómhring Kaalund's sem búð, sem að [[Daniel Bruun]] gerði einnig.
 
Á 18. öld voru búðir á Valseyri í Dýrafirði taldar vera leifar af verslunarstöð kaupmanna og fann Kaalund um fjórar eða fimm samkomubúðir á Valseyri. Ekki var hefð fyrir því að halda samkomur þarna en Kaalund vitnaði í 18. aldar rit sem gaf til kynna að þarna hafði verið staður þar sem vöruskipti fóru fram.
 
Kaalund rannsakaði ýmsar vísbendingar um staðsetningu samkomu sem haldin var á Vaðlaþingi, en var afnumin rétt fyrir 1200, samkvæmt ''[[Sturlunga sögu]]'' , og komst hann að þeirri niðurstöðu að ''[[Landnámabók]]'' og fleiri sögur sýndu að hún var haldin nálægt stað sem heitir Kaupangur og er staðsettur austan megin við Eyjafjörð. Kaalund uppgötvaði tíu eða tólf rústir norðan megin við Kaupang sem að hann sagði væru einu búðarústirnar sem vitað er um í Eyjarfirði. Hann taldi að þetta væru fornar rústir Vaðlaþings vegna staðsetningu þeirra. Vaðlaþing er ekki það þekktur staður en þeir sem að hafa lesið íslendingasögur á borð við ''[[Víga-Glúms sögu]]'' , ''[[Ljósvetningasögu]]'' og ''[[Reykdæla sögu]]'' ættu að kannast við hann.
Kaalund rannsakaði einnig Þingey í Skjálfandafljóti, Suður Þingeyjarsýslu. Heimildir um samkomur í Þingey fann hann úr rituðum heimildum s.s. ''[[Járnsíðu]]'' og ''[[Jónsbók]]'' . Í ''[[Reykdæla sögu]]'' er samkoman einnig þekkt sem Eyjarþing.
Kaalund skráði leifar af samkomu á örnefnastöðunum Þinglág og Þingvöllum eða fimm eða sex rústir af óvenjulegri stærð sem að gæti hafa verið röð búða, tvo langa girta veggi og sveitabæ, nú í rústum, sem líklegast hafi verið byggður ofan á einhverjar búðir.
Í ''[[Ljósvetninga sögu]]'' er talað um minniháttar samkomu sem haldin var í Fjósatungu nálægt Illugastöðum í Suður Þingeyjarsýslu. Kaalund taldi að nokkrar rústir á móti sveitarbænum hafi verið leifar þessarar samkomu. Nálægt Fjósatungu eru svo örnefni eins og Búðargil, Búðarhóll og Búðarhöfði. Þar fann Kaalund nokkrar ferhyrndar rústir, rúst af sveitarbæ og eyðilagða hringlaga rúst, sem hann greindi sem dómhring.
Hann heimsótti einnig Leiðarnes í Fnjóskárdal og taldi að það hafi verið svæði ''Ljósvetningarleiðar'' , sem minnst er á í ''[[Reykdæla sögu]]'' , ''[[Njáls sögu]]'' og ''[[Ljósvetninga sögu]]'' . Á því svæði fann Kaalund um tuttugu eða þrjátíu rústir sem að líkjast samkomu búðum. Einnig fann hann húsarústir frá seinni tíð.
 
== Brenna Njáls ==
Kaalund heimsótti Bergþórshvol þar sem maður að nafni Njáll var brenndur. Í ritum sínum segir hann frá því að hafa fundið ösku og búta af bronsi, en hann taldi að þetta hafi komið úr ruslahaugi og væri því ekki tengt brennunni sjálfri.
Njálsbrennan er eitt frægasta atvik í öllum íslendingasögunum. Sveitabærinn [[Bergþórshvoll]] í Rangárvallarsýslu hefur verið heimsóttur af mörgum fræðimönnum seinustu hundruð ár. Minnst er á brennuna í annálum eins og ''[[Landnámabók]]'' , ''[[Gunnlaugs saga ormstunga]]'' og í öðrum heimildum. Helsta heimildin er þó sjálf ''[[Njáls saga]]''.
 
== Ritstörf ==
Lína 75 ⟶ 100:
* {{wpheimild | tungumál = da | titill = Peter Erasmus Kristian Kaalund | mánuðurskoðað = 27. júlí | árskoðað = 2008}}
{{fde|1844|1919|Kaalund, Kristian}}
*Adolf Friðriksson (1994). ''Sagas and popular antiquarianism in Icelandic archaeology''. Glasgow: Archaeological services and publishing.
 
[[Flokkur:Danskir textafræðingar|Kaalund, Kristian]]