„Persónur í Gossip Girl“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Selmam93 (spjall | framlög)
Selmam93 (spjall | framlög)
Lína 1:
Þessi grein inniheldur upplýsingar um '''persónur í [[Bandaríkin|bandaríska]] unglingadrama-þættinum [[Gossip Girl]]'''. Þáttaröðin er byggð á vinsælum samnefndum bókaflokki eftir [[Cecily von Ziegesar]]. Þættirnir á því að kynna Serenu van der Woodsen ([[Blake Lively]]) og bestu vinkonu hennar, Blair Waldorf ([[Leighton Meester]]), kærasta Blair, Nate ([[Chace Crawford]]), besta vin Nate, Chuck ([[Ed Westwick]]), og aðra íbúa fína hverfisins í [[New York]]. Í [[Brooklyn]] búa Dan ([[Penn Badgley]]) og Jenny Humphrey ([[Taylor Momsen]]) og Vanessa Abrams ([[Jessica Szohr]]) og flækjast þau í líf fína fólksins þrátt fyrir að vera ekki hluti af hverfinu þeirra. Aðrar aðalpersónur eru Lily Bass ([[Kelly Rutherford]]) móðir Serenu og Rufus Humphrey ([[Matthew Settle]]), fyrrverandi rokkstjarna og faðir Dans og Jenny. Hin alræmda Gossip Girl talar yfir þættina ([[Kristen Bell]]).
 
== Aðalpersónur ==
Eftirfarandi persónur hafa leitt aðalsöguþráðinn og eru í þeirri röð sem þau birtast í kreditlistanum í hverjum þætti.
 
===Serena van der Woodsen===
Leikin af [[Blake Lively]]. Serena van der Woodsen er aðalstelpan í fína hverfinu og besta vinkona Blair Waldorf. Í fyrsta þættinum kemur hún heim úr heimavistarskóla í Connecticut en vinir hennar vita ekki af hverju hún kemur til baka, og ekki heldur hvers vegna hún yfirgaf Manhattan ári áður. Serena van der Woodsen er jarðbundin, miðað við aðra íbúa hverfisins, en hún virðist fá ástarsambönd (Dan, Nate) og tækifæri (tískumyndatökur) á silfurfati. Fortíð Serenu sem aðal partýstelpan verður til þess að hún yfirgefur Manhattan vegna dularfullra ástæðna. Endurkoma hennar er enn dularfyllri. Í fyrstu þáttaröðinni deilir hún við hatursfulla Blair og glímir við at vik með Nate og nýtt ástarsamband við Dan. Ástarsamband hennar við Dan þarf fyrst að ganga í gegnum endurkomu bestu vinkonu hans, Vanessu, og Serenu og Vanessu, hvernig Dan tekur hinni eiginlegu Serenu og því formlega samfélagi sem hún býr í. Samband þeirra endar í brúðkaupi móður hennar og Bart Bass vegna fyrrum vinkonu Serenu, Georginu. Í annarri þáttaröðinni reyna Dan og Serena að endurlífga samband sitt en þau þurfa að horfast í augu við það þau geta ldrei verið saman, Dan á í sambandi við aðra stelpu og lendir í hneyksli með kennara og þau komast að því að foreldrar þeirra eiga barn saman. Í þessari þáttaröð tekur mamma Serenu, Lily, Chuck Bass að sér og verður hann stjúpbróðir Serenu. Hún yfirgefur Manhattan yfir sumartímann og snýr aftur í þriðju þáttaröðinni sem stórstjarna. Hún var með Nate en ákvað að hætta með honum. Sernea fór til Parísar með bestu vinkonu sinni, Blair, til að reyna að finna sjálfa sig og ákveða hvort hún vilji vera með Nate eða Dan. Þegar hún kemur til baka eru þeir báðir í föstu sambandi. Serena ákveður að skrá sig í Columbia. Á fyrsta árinu sínu í Colubmia þurfti hún að glíma við mikið; samnemanda að nafni Juliet Sharp sem reynir að eyðileggja líf hennar, fölsuð undirskrift móður sinnar sem sendi enskukennarann hennar í þriggja ára fangelsi svo Serena gæti snúið aftur í Constance skólann, yngri bróðir hennar, Eric, verður aftur þunglyndur og frænka hennar, Charlie, sem er í rauninni stúlka að nafni Ivy sem ráðin var af Carol Rhodes, til að halda Lily frá raunverulegri dóttur sinni og ná í peninga frá henni á meðan Ivy "Charlie" féll fyrir Dan, en langaði síðan að taka eigið líf eftir að hafa ekki tekið lyfin sín.
 
===Blair Waldorf===
Leikin af [[Leighton Meester]]. Blair Cornelia Waldorf er drottning félagslífs Manhattan og Constance Billard menntaskólans. Hún er einkabarn og kynnt sem dóttir fráskilinnar móður sem er fatahönnuður og samkynhneigðs föður og hefur hún verið kærasta Nate Archibald til langs tíma, þó að hún hafi fallið fyrir besta vini hans, Chuck Bass. Blair er oft lýst sem hrokafullri, grunnhygginni, gáfaðri og slóttug. Þrátt fyrir að vera stíf og hafa litlar áhyggjur af því sem er í kringum hana, hefur hún "unnið fyrir öllu sem hún hefur fengið", ólíkt Serenu, og þrátt fyrir að vera snobbuð er hún góð vinkona og lítur alltaf vel eftir þeim sem henni þykir vænt um. Blair þarf að horfast í augu við hrörnandi samband hennar og Nates og nýtt samband við Chuck í fyrstu þáttaröðinni á meðan hún þarf að endurheimta stöðu sína sem "Queen Bee" eftir valdabaráttu við Jenny Humphrey. Chuck skilur hana eina eftir um sumarið og það gefur henni tíma til að eiga í stuttu sambandi við breskan hefðarmann í annarri þáttaröðinni. Samband hennar við Chuck breytist þegar hann reynir að fá hana aftur og hún reynir að viðurkenna tilfinningar sínar í garð hans, en hún verður þreytt á öllu sem tengist menntaskóla þar til umsókn hennar í Yale er stofnað í hættu. Höfnun á inngöngu í Yale breytir lífsáætlun hennar og tekur hún aftur upp samband við Nate í von um að komast aftur á rétta braut, en hún áttar sig á því að honum var aðeins ætlað að vera "menntaskólakærastinn" hennar. Við lok annarrar þáttaraðarinnar hafa Blair og Chuck hafið ástarsamband sem heldur áfram inn í næstu þáttaröð og verður að algjörri ringulreið í lokin. Fjórða þáttaröðin sýnir Blair þar sem hún reynir að taka á tilfinningum sínum í garð Chuck og Dans, og vilja hennar til að vera framakona en prinsinni Louis veitir henni þau tækifæri, en ást hans þýðir að hún þarf að sleppa takinu af Chuck.
 
==Aukapersónur==