„Íslandsbanki“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Skipti út innihaldi með „fjármál=0“
m Tók aftur breytingar 82.112.83.243 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Jóhann Heiðar Árnason
Lína 1:
{{Aðgreiningartengill|Íslandsbanki (aðgreining)}}
fjármál=0
{{Fyrirtæki |
nafn = Íslandsbanki hf. |
gerð = [[hlutafélag]] |
merki = [[Mynd:Íslandsbanki logo.png|200px]] |
stofnað = [[2008]] sem Nýi Glitnir banki|
staðsetning = [[Reykjavík]], [[Ísland]] |
lykilmenn = [[Birna Einarsdóttir]], bankastjóri</br>[[Friðrik Sophusson]], stjórnarformaður|
starfsmenn = |
starfsemi = Bankastarfsemi |
vefur = [http://www.isb.is www.isb.is]
}}
'''Íslandsbanki hf.''' er [[viðskiptabanki]] sem starfræktur er á [[Ísland]]i. Bankinn rekur 21 útibú á Íslandi auk bankaþjónustu á [[internet]]inu.<ref>{{vefheimild|url=http://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/upplysingar/utibu/|titill=Útibú og höfuðstöðvar|útgefandi=Íslandsbanki|mánuðurskoðað=11. maí|árskoðað=2010}}</ref> Bankinn var stofnaður undir nafninu '''Nýi Glitnir''' af ríkinu í október [[2008]] á grundvelli [[neyðarlögin|neyðarlaganna]] til þess að taka yfir íslenskar eignir og skuldbindingar [[Glitnir banki|Glitnis banka]].<ref>{{vefheimild|url=http://www.fme.is/?PageID=576&NewsID=344|titill=Nýr Glitnir banki hf. hefur verið stofnaður um innlenda bankastarfsemi Glitnis banka hf.|útgefandi=Fjármálaeftirlitið|mánuðurskoðað=12. október|árskoðað=2010}}</ref> Bankinn tók upp nafnið Íslandsbanki [[20. febrúar]] [[2009]]<ref>{{vefheimild|url=http://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/frettir/nanar/item22298/Nýi_Glitnir_mun_breytast_%C3%AD_Íslandsbanka/|titill=Nýi Glitnir mun breytast í Íslandsbanka|útgefandi=Íslandsbanki|mánuðurskoðað=11. maí|árskoðað=2010}}</ref> en það var fyrra nafn Glitnis banka frá stofnun hans [[1990]] til [[2006]] auk þess sem [[Íslandsbanki (eldri)|banki með sama nafni]] var starfandi á árunum [[1904]] til [[1930]].
 
== Stofnun ==
[[Mynd:Glitnirhq.jpg|thumb|left|Höfuðstöðvar Íslandsbanka við [[Kirkjusandur|Kirkjusand]] í Reykjavík.]]
Stofnun Íslandsbanka í núverandi mynd kom til vegna [[Bankahrunið á Íslandi|bankahrunsins á Íslandi]] í október 2008. Stjórnendur Glitnis banka höfðu leitað til [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankans]] í lok september um aðstoð vegna yfirvofandi lausafjárvanda bankans. Var um það samið að ríkið myndi eignast 75% hlut í bankanum og greiða 600 milljónir [[evra]] fyrir. Það samkomulag kom aldrei til framkvæmda heldur var rekstur Glitnis tekinn yfir af [[Fjármálaeftirlitið|Fjármálaeftirlitinu]] (FME) og [[skilanefnd]] sett yfir rekstur hans þann [[7. október]] [[2008]] samkvæmt heimild sem FME var veitt með [[neyðarlögin|neyðarlögunum]]. Með sömu lögum var ríkinu veitt heimild til að stofna til nýrra fjármálafyrirtækja til að taka yfir hluta af starfsemi þeirra fyrirtækja sem FME tæki yfir. Á grundvelli þeirrar heimildar var Nýi Glitnir banki stofnaður [[9. október]] [[2008]] <ref>{{vefheimild|url=http://www.vb.is/frett/1/48252/nyi-glitnir-banki-hf--stofnadur-i-dag/| titill=Nýi Glitnir banki hf. stofna
ður í dag|útgefandi=Viðskiptablaðið|mánuður=9. október|ár=2008|mánuðurskoðað=11. maí|árskoðað=2010}}</ref> og tók hann við eignum um skuldbindingum hins fallna Glitnis banka nokkrum dögum síðar. Ekki varð nein röskun á rekstri útibúa eða aðgengi viðskiptavina að innlánsreikningum þrátt fyrir umskiptin. [[Birna Einarsdóttir]] var ráðin sem bankastjóri Nýja Glitnis banka en 97 starfsmenn Glitnis banka misstu vinnuna.<ref>{{vefheimild|url=http://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/frettir/nanar/item16727/Nyr_Glitnir_tekur_til_starfa/|titill=Nýr Glitnir tekur til starfa|útgefandi=Íslandsbanki|mánuður=15. október|ár=2008|mánuðurskoðað=11. maí|árskoðað=2010}}</ref>
 
== Uppgjör, endurfjármögnun og eignarhald ==
Í kjölfar bankahrunsins var mikil óvissa um verðmat á þeim eignum og skuldbindingum sem fluttar voru úr hinum föllnu bönkum yfir í nýju bankana, þar á meðal hinn nýja Íslandsbanka. Því mati lauk [[15. apríl]] [[2009]] og var þá gert ráð fyrir að það yrði gert opinbert.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/04/15/skyrslu_skilad_i_dag/|titill=Skýrslu skilað í dag|útgefandi=mbl.is|mánuður=15. apríl|ár=2009|mánuðurskoðað=11. maí|árskoðað=2010}}</ref> Það var þó ekki gert heldur fóru viðræður fram milli ríkisins og kröfuhafa Glitnis banka um uppgjör vegna eignanna sem fluttar voru úr gamla bankanum yfir í þann nýja án þess að verðmatið væri gert opinbert. Í desember 2009 lauk því uppgjöri með því að kröfuhafar Glitnis banka tóku við eignarhaldi á 95% í Íslandsbanka en ríkið hélt eftir 5%. 65 milljarðar króna komu inn í bankann sem hlutafé, þar af 3,25 milljarðar frá ríkinu í samræmi við eignarhlut þess.<ref>{{vefheimild|url=http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/frettatilkynningar/nr/12745|titill=Endurreisn bankanna lokið|útgefandi=Fjármálaráðuneytið|mánuður=18. desember|ár=2009|mánuðurskoðað=11. maí|árskoðað=2010}}</ref> [[Bankasýsla ríkisins]] fer með eignarhlut ríkisins í bankanum og skipar einn mann í stjórn hans. [[Eignarhaldsfélag]]ið ISB Holding ehf. fer með eignarhlut kröfuhafa Glitnis banka og skipar sex stjórnarmenn.<ref>{{vefheimild|url=http://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/frettir/nanar/item55146/Fjarmalaeftirlitid_veitir_ISB_Holding_ehf__leyfi_til_ad_fara_med_virkan_eignarhlut_i_Islandsbanka/|titill=Fjármálaeftirlitið veitir ISB Holding ehf. leyfi til að fara með virkan eignarhlut í Íslandsbanka|útgefandi=Íslandsbanki|mánuður=7. janúar|ár=2010|mánuðurskoðað=11. maí|árskoðað=2010}}</ref>
 
Glitnir hóf málshöfðun í New York gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Lárusi Welding, Þorsteini Jónssyni og endurskoðendafyrirtækinu PricewaterhouseCoopers. Áður hafði slitastjórnin kyrrsett eignir Jóns Ásgeirs. Tilgangur málsóknarinnar er að endurheimta eignir frá þeim stefndu.<ref>[http://www.glitnirbank.com/press-room/tilkynningar-a-islensku/379-glitnir-banki-stefnir-joni-asgeiri-johannessyni-og-fleirum-fyrir-meint-fjarsvik-og-krefst-bota-ae-jafnvirei-258-milljarea-krona-jafnframt-er-endurskoeunarfyrirtaekinu-pricewaterhousecoopers-stefnt-fyrir-afgloep-i-trunaearstarfi-og-vitaverea-vanraekslu.html Glitnir banki stefnir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og fleirum fyrir meint fjársvik og krefst bóta að jafnvirði 258 milljarða króna Jafnframt er endurskoðunarfyrirtækinu PricewaterhouseCoopers stefnt fyrir afglöp í trúnaðarstarfi og vítaverða vanrækslu]</ref>
Dómnum var vísað frá með því skilyrði að stefndu myndu ekki mótmæla lögsögu íslenskra dómstóla, eða aðfarahæfi þeirra erlendis.<ref>[http://www.ruv.is/frett/glitnismalinu-visad-fra-i-new-york Glitnismálinu vísað frá í New York]</ref>
 
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
 
== Tenglar ==
* [http://www.islandsbanki.is/ Heimasíða]
* [http://rna.althingi.is/html/20kafli.html ''Atburðarásin frá því að beiðni Glitnis banka hf. um fyrirgreiðslu kom fram þar til bankarnir féllu''; af Alþingi.is]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2972849 ''Fjandinn laus í bankaheiminum''; grein í DV 1998]
 
{{SFF}}
{{Hrunið}}
 
[[Flokkur:Íslenskir bankar]]
[[Flokkur:Stofnað 2008]]
 
[[de:Íslandsbanki]]
[[en:Íslandsbanki]]
[[fr:Íslandsbanki]]