„Fornegypsk trúarbrögð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 4:
Konungar Forn-Egypta, [[faraó]]arnir, voru af guðlegum uppruna og dýrkaðir sem guðir bæði í lifanda lífi og eftir dauða sinn. Opinber trúarbrögð landsins snerust þannig mikið um dýrkun konungsins sem var milliliður milli heima manna og guða. Faraó færði guðunum [[fórnarathöfn|fórnir]] til að viðhalda jafnvægi náttúrunnar. Opinberar trúarathafnir fóru fram í íburðarmiklum [[Egypsk musteri|musterum]]. Stórfenglegar musterisbyggingar, pýramídarnir og heimildir um trúarathafnir sýna að gríðarmikið hefur verið lagt í framkvæmd opinberra trúarbragða svo að á tímabilum virðist líf almennings og yfirstéttarinnar vart hafa getað snúist um nokkuð annað. Utan við opinberu trúarbrögðin var síðan virk alþýðutrú þar sem almenningur átti sín samskipti við goðmögnin.
 
Hinir flóknu [[fornegypskir grafsiðir|fornegypsku grafsiðir]] eru áberandi einkenni fornegypskra trúarbragða. Forn-Egyptar lögðu mikið upp úr því að varðveita fimm hluta [[sálin|sálarinnar]] svo hún kæmist til undirheima. Upphaflega voru lík grafin beint í sandinn og þornuðu þannig upp náttúrulega, en þegar tekið var upp á því að setja látna höfðingja í grafhýsi, fundu Forn-Egyptar upp aðferðir við að [[smurning|smyrja]] líkið og búnabúa þannig til [[múmía|múmíur]]. Hinn látni var síðan dýrkaður og fórnarathafnir haldnar við grafhýsið í nokkurn tíma eftir andlátið.
 
==Saga==