„Peder Schumacher Griffenfeld“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
LaaknorBot (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Peder Schumacher Griffenfeld''' ([[24. ágúst]] [[1635]] – [[12. mars]] [[1699]]) var [[Danmörk|danskur]] [[stjórnmál]]amaður og [[ríkiskanslari Danmerkur]] frá 1673 til 1676. Hann hóf störf sem [[bókavörður]] og [[skjalavörður]] [[Friðrik 3. Danakonungur|Friðriks 3.]] 1663 og varð brátt eins konar [[ríkisritari]]. Sem slíkur átti hann þátt í að semja [[Konungslögin]] um [[einveldi]]ð 1665. 1666 varð hann ritari við [[Kansellíið]] og 1668 skipaður [[kansellíráð]]. 1669 varð hann dómari við [[hæstiréttur Danmerkur|hæstarétt]]. Eftir krýningu [[Kristján 5.|Kristjáns 5.]] varð hann stöðugt valdameiri. 1671 var hann [[aðall|aðlaður]] og 1673 fékk hann titilinn [[greifi]] af Griffenfeld um leið og hann var skipaður [[ríkiskanslari]]. Ýmis atvik urðu til þess að hann féll í ónáð þegar [[Skánarstríðið]] stóð sem hæst og hann var fangelsaður og dæmdur fyrir [[landráð]] 1676. Dauðadómi var breytt í lífstíðarfangelsi. 1698 fékk hann leyfi konungs til að setjast að í [[Þrándheimur|Þrándheimi]] þar sem hann lést ári síðar.
 
{{stubbur|æviágrip}}
 
{{DEFAULTSORT: Griffenfeld, Peder Schumacher}}