„Rosalyn Sussman Yalow“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Oddurv (spjall | framlög)
Ný síða: {{Vísindamaður | svæði = Lífvísindi| tímabil = 20. öld| color = #B0C4DE | image_name = Rosalyn Yalow.jpg | Rosalyn Yal...
 
Oddurv (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 15:
verðlaun_nafnbætur = [[Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði|Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði]] [[1977]]<br/>[[National Medal of Science|Vísindaorða bandaríkjaforseta]] [[1988]]|
}}
'''Rosalyn Sussman Yalow''' (fædd [[19. júlí]] [[1921]], dáin [[30. maí]] [[2011]]) var [[Bandaríki Norður-Ameríku|bandarískur]] [[kjarneðlisfræði]]ngur. Hún er þekktust fyrir að hafa þróað tækni til [[geislaónæmismæling]]ar (e. ''radioimmunoassay'') á [[hormón|peptíðhormónum]], en fyrir það hlaut hún þriðjung af [[Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði|Nóbelsverðlaununum í lífeðlis- og læknisfræði]] árið [[1977]] (á móti þeim [[Andrew Schally]] og [[Roger Guillemin]]).
 
Geislaónæmismælingin sem Yalow og [[Solomon Berson]] þróuðu<ref>'''R. S. Yalow og S. A. Berson''' (1960) „Immunoassay of endogenous plasma insulin in man“ ''J. Clin. Invest.'' '''39''', 1157-1175. [http://www.jci.org/articles/view/104130/pdf pdf]</ref> er afar næm aðferð til magnmælingar á [[insúlín]]i eða öðrum [[mótefnavaki|mótefnavaka]] sem byggir á [[geislarakning (efnafræði)|geislarakning]]u. Þekktu magni af insúlíni sem [[geislamerking (efnafræði)|merkt]] hefur verið með [[geislavirkni|geislavirkri]] [[samsæta|samsætu]] af [[joð]]i er blandað saman við þekkt magn af insúlínbindandi [[mótefni]]. Sýninu sem mæla á insúlínmagnið í er svo bætt út í. Ómerkta insúlínið í sýninu keppir nú við geislamerkta insúlínið um bindingu við mótefnið. Bundin mótefni eru þvínæst [[botnfelling|botnfelld]] og geislavirkni í flotinu sem eftir verður er mæld í geislamæli. Með samanburði við [[staðalkúrva|staðalkúrvu]] má sjá hversu mikið insúlín var í sýninu.
Lína 21:
Aðferð þeirra Yalow og Berson olli byltingu í rannsóknum í [[innkirtlafræði]] og [[ónæmisfræði]]. Þeim gekk þó illa að fá uppgötvun sína á insúlínbindandi mótefni birtar í viðurkenndum tímaritum<ref>'''S. A. Berson, R. S. Yalow, A. Bauman, M. A. Rothschild og K. Newerly''' (1956) „Insulin-I<sup>131</sup> metabolism in human subjects: Demonstration of insulin-binding globulin in the circulation of insulin treated subjects“. ''J. Clin. Invest.'' '''35''', 170-190. [http://www.jci.org/articles/view/103262/pdf pdf]</ref> því ónæmisfræðingar þess tíma töldu ósennilegt að mótefni gætu bundið svo smá peptíð sem insúlín<ref>'''D. Gellene''' (2011) [http://www.nytimes.com/2011/06/02/us/02yalow.html?_r=1&pagewanted=all Rosalyn S. Yalow, Nobel Medical Physicist, Dies at 89] ''The New York Times'' 1. júní 2011.</ref>. Það kom þó fljótt í ljós hve öflug aðferð þeirra Yalow og Berson var, en fram til þess tíma höfðu magnmælingar á insúlíni eingöngu verið óbeinar og skorti mjög á næmni þeirra og áreiðanleik.
 
==ReferencesHeimildir==
{{Reflist}}