„Kristjanía“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 6:
:Þannig sett fram af Sven, Kim, Ole, Kim og Jacob með rétti til lagfæringa. 13/11-71“
 
Þannig hljómar hinn skorinorði texti sem kalla má [[stefnuyfirlýsing]]u staðarins. Íbúar Kristjaníu hafa barist fyrir að fá að lifa samkvæmt þessum markmiðum frá stofnun fríríkisins. Fimm umtalsverðar breytingar hafa þó átt sér stað á reglunum síðan: 1) Engin hörð vímuefni (í „junkblokaden“ árið [[1979]] voru [[heróín]]neytendum staðarins settir tveir valkostir; meðferð eða brottvísun af svæðinu). 2) Engin merki á bökum jakka (vegna vandræða og ofbeldis af völdum [[rokkaragengi]]sins [[Bullshit]]); 3) Engin [[vopn]]; 4) Ekkert ofbeldi; 5) Engin verslun með íbúðir og aðrar byggingar. Við þetta má bæta óformlegum reglum eins og banni við akstri [[bíll|bíla]] og banni við [[ljósmynd]]un inni á svæðinu. Þar sem Kristjanía er sjálfsstýrt svæði þá er það íbúanna sjálfra að framfylgja reglunum og sjá til þess að gestir virði þær.
 
[[Image:Freestate_christiania_flag.png|thumb|right|Fáni Kristjaníu; Hringirnir eru einfaldlega punktarnir yfir i-in í „Christiania“.]]