„Harpa (mánuður)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Í elstu heimildum um fornu norrænu mánaðarnöfnin, [[Bókarbót]] frá [[12. öld]] og Snorra-Eddu frá [[13. öld]] er hörpu ekki getið. Aðeins í Snorra-Eddu eru allir mánuðirnir með nöfn og heitir fyrsti mánuður sumars þar ''gaukmánuður''. Að vísu eru ekki nema fjögur nöfn sameiginleg í þessum heimildum en það eru, [[gormánuður]], [[þorri]], [[Góa|gói]] og [[einmánuður]]. Þrjú þau síðastnefndu koma einnig fyrir í fleiri handritum.
 
Fleiri nöfn finnast í rímnahandritum frá [[17. öld]] en aðeins tvö þeirra náðu einhverri fótfestu en það voru fyrstu tveir mánuðir sumars, harpa og [[skerpla]]. Ekki er vitað hvernig þau nöfn komu til né hvað þau merktu. Hugsanlega vísar nafnið harpa til skáldlegrar hörpu vorsins, en á 17. öld voru vor oft vond og mikill fellir fjár og gæti nöfnið harpa því frekar verið skilt ''herpingi'' og skerpla ''skerpu'' og hvorttveggja merkt hörku.
 
Að minnstakosti er viðmóti mánaðarins þannig lýst í viðlagi í handriti frá [[18. öld]]:
 
:Harpa bar snjóa
Lína 26:
:karphús grátt bar harpa.
 
Þegar komið er fram á [[19. öldin|19.öld]] og rómantíkin alsráðandi virðist harpa verða æ meir persónugervingur vorsins og velkominn. Farið var að kalla hana dóttur Þorra og Góu en elsta dæmi þess að þau væru hjón en ekki feðgin er frá um [[1820]] og kemur það fram í eftirfarandi húsgangi:
 
:Þorri og Góa grálynd hjú