„Posta“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Postverk Føroya''' er færeyskt póstflutningsfyrirtæki og er að öllu leyti í eigu færeyska ríkisins. Fyrirtækið skiptist í frímerkjadeild og póstafgreiðslu...
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Postverk Føroya''' er [[færeyjar|færeyskt]] póstflutningsfyrirtæki og er að öllu leyti í eigu færeyska ríkisins. Fyrirtækið skiptist í frímerkjadeild og póstafgreiðsludeild. Frímerkjadeildin sér um alla framleiðslu, útgáfu og sölu frímerkja.
 
== Saga ==
=== Skútu siglingar ===
[[Mynd:FaroeBoats Grindabatar from Vagur.JPG|thumb|Skútur í færeyjum.]]
Fyrir tíma áætlunarsiglinga var sérstakt flutningskerfi notað til þess að fara með fólk og skilaboð á milli eyjanna. Þetta vor skútusiglingarinnar. Hver byggð átti að hafa skipstjóra sem átti að ferja fólk, bréf eða pakka á milli eyja.
Lína 12:
Skútusiglingarnar voru við gildi fram til fyrri heimstyrjaldarinnar.
 
=== Vélbáta væðing= ==
[[Mynd:Faroe stamp 386 torshavn post office 1906.jpg|thumb|150px|Frímerki með mynd af nýja pósthúsinu í Þórshöfn]]
Fyrstu stórflutningar farms byrjuðu árið 1895. Þá var stofnað fyrirtækið ''A/S J. Mortensens eftf'' á [[Tvøroyri]] sem hóf strandferðarsiglingar með skipunu Smirli sem silgdi um allar eyjurnar. Þessu fylgdi aukning í fjölda pósthúsa. Árið 1903 voru sjö pósthús reist og [[1. desember]] [[1905]] flutti pósthúsið í [[Þórshöfn]] í nýbyggingu í miðbæ bæjarinns. Nýja pósthúsið í Þórshöfn var það fyrsta sem var sérbyggt sem pósthús, því öll pósthúsin sem höfðu verið stofnuð voru starfrækt í eldri húsum.
Lína 29:
Óþægileg staða myndaðist árið 1940. Sérlega harður vetur var í [[Skagerak]] og [[Kattegat]] í Danmörku og skipaferðir til Færeyja voru frestaðar. Við þetta voru frímerki í Færeyjum yfirstimpluð og tekin í notkun ný merki þegar að skipið loks kom frá Danmörku.
 
=== Yfirtaka ríkisins ===
[[Mynd:Post box Faroe.JPG|thumb|Póstkassi Postverk Føroya]]
Árið 1970 var póstafgreiðsla í færeyjum skipuð þannig að póstmiðstöð landsins var rekin í Þórshöfn og pósthús í Klakksvík, Vágur, Vestmanna og Saltangará. Aðrar póstafgreiðslustöðvar hétu "brevsamligssteder" og "postudvekslingssteder".