Munur á milli breytinga „Brasilískt jiu-jitsu“

Í flestum keppnum eru liðamótalásar sem beint er að hnjám, ökklum og mænu bannaðir vegna mikillar hættu á meiðslum. Hins vegar eru margir liðamótalásar leyfðir sem beinast að sveigjanlegri liðamótum, svo sem úlnlið, olnboga og öxlum. Fleiri lásar eru leyfðir í keppnum eftir því sem keppendur hafa meiri þjálfun. Kyrkingatak, sem truflar blóðflæði til heilans, getur valdið meðvitundarleysi ef andstæðingur gefst ekki nógu fljótt upp. Önnur kverkatök, svokölluð „air chokes“ eru ekki eins árangursrík og geta valdið meiðslum. Óalgengara yfirbugunartak, sem má kalla samþjöppunarlás, verður þegar vöðva andstæðings er þrýst að hörðu, stóru beini, oft sköflung, sem veldur miklum sársauka. Þessir lásar eru yfirleitt ekki leyfðir í keppnum vegna hættu á að rífa vöðvavef.
== Sérkenni brasilísks Jiujiu-jitsu ==
Brasilískt jiu-jitsu á notkun á vogarafli, liðamótatökum og kverkatökum sameiginlega með [[júdó]] og hefðbundnu [[jiu-jitsu]]. Ólíkt brasilísku jiu-jitsu er hefðbundið jiu-jitsu ekki keppnisíþrótt og þar eru notuð spörk og kýlingar.