„Vatnsafl“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Xqbot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: sl:Vodna energija; kosmetiske ændringer
Lína 1:
[[Mynd:Barragem_Barra_Bonita_150606_REFON_.jpg|thumb|right|Virkjunin Barra Bonita í [[São Paulo]], [[Brasilía|Brasilíu]].]]
'''Vatnsafl''' (eða ''vatnsorka'') er [[orka]] unnin úr [[hreyfiorka|hreyfiorku]] eða [[stöðuorka|stöðuorku]] [[vatn]]s. [[Vatn]] er orkumiðill og vatnsorka er sú [[orka]] sem vatn býr yfir á vissum stað í náttúrulegri hringrás sinni, en mikil [[orka]] felst í vatnsföllum. Vatn sem rennur til sjávar ber orku sem fólgin er í falli þess. Vatnsafl er virkjað til þess að framleiða [[rafmagn]]. Það er gert þannig að vatnið er látið falla, og þungi þess og fallhæð nýtt til þess að knýja [[túrbína|túrbínur]]. Því meira vatnsmagn og fallhæð, því meiri orka.
 
Gríðarleg [[orka|orka]] leynist í [[vatnsfall|vatnsföllum]] og er hún nýtt til að framleiða [[rafmagn]] út um víða veröld. [[Ísland|Íslendingar]] hafa verið duglegir í að nýta sér þá gríðarlegu möguleika sem þeir hafa í [[virkjun]] [[vatnsfall|vatnsfalla]]a og eru með fremstu þjóðum á því sviði.
 
Í kjölfar mikilla umræðna um hækkun [[hitastig|hitastigs]]s jarðar og vakningar í [[umhverfismál|umhverfismálum]]um, hafa kröfur um gæði [[orkugjafar|orkugjafa]] aukist. Orka er frumskilyrði fyrir því að nútíma samfélög geti þrifist. Stanslaust er gerð krafa til meiri orku og er þróun á beislun orkunnar í sífelldri framför.
 
Orkugjafa má flokka sem [[endurnýjanleg orka|endurnýjanlega]]- og óendurnýjanlega orkugjafa, Vatnsafl flokkast með endurnýjanlegum orkugjöfum. Dæmi um annars konar endurnýjanlega orkugjafa en vatnsafl má nefna jarðvarma og vindorku. Hlutfall vatnsorku af heildar orkunotkun Íslendinga hefur aukist mikið síðustu ár. Hringrás vatnsins er knúin af sólarorku og í miðri hringrásinni er vatnið látið framleiða rafmagn til ýmissa nota. Vatnsafl er í raun óbein sólarorka. Sólin veldur uppgufun og hluti af vatninu rignir niður og staldrar við ofar en við upphaf ferðar.
Lína 13:
Vatnsafl er virkjað og breytt í rafmagn í vatnsaflsvirkjunum. Með vatnsaflsvirkjun er vatnsfallið nýtt og er fallhæðin og þungi vatnsins notaður til þess að snúa túrbínu og framleiða rafmagn. Meiri fallhæð og meira vatnsmagn gefa meira afl. Þegar orka er unnin úr vatnsfallinu er verið að breyta stöðuorku í hreyfiorku.
 
PE=m×g×y → KE=1/2×m×v²
 
Sú orka sem fæst úr vatnsföllum er mæld í wöttum(w) og orkumagnið ræðst að stærstum hluta af því vatnsmagni sem er á ferðinni og eins af fallhæð vatnsins. Einföld jafna fyrir orkuna sem fæst er P=kQH, þar sem P stendur fyrir aflið, k er fasti, Q er vatnsmagn í lítrum/sek og H stendur fyrir fallhæð.
 
[[Mynd:Sanxia_Runner04_300.jpg|thumb|right|Sanxia túrbínan í Þriggja gljúfra stíflunni.]]
Lína 32:
Talsvert afl tapast alltaf og uppgefið afl Rjúkandavirkjunar er 900 kW
 
== Saga vatnsaflsvirkjana ==
Maðurinn hefur nýtt sér vatnsafl í ýmsum formum frá örófi alda. Grikkir voru farnir að nota vatnshjólið fyrir 2000 árum. Vatnsorka var mikið notuð fyrr á öldum til mölunar, sögunar og vatnsmiðlunar. Saga vatnsaflsvirkjana á Norðurlöndum er yfir 700 ára gömul. Tækninni hefur fleygt fram, í byrjun var notast við vatnsmyllur og kraftur vatnsins nýttur í að mala korn.
 
Um aldamótin 1900 fóru menn svo að framleiða rafmagn með vatnsafli.
 
=== Á Íslandi ===
Árið 1904 var fyrsta vatnsaflsvirkjunin sett upp á Íslandi. Jóhannes J. Reykdal réðst í að koma þessu stórvirki upp einn og óstuddur og Hafnarfjörður varð fyrsti raflýsti bærinn á Íslandi. Fyrsti rafallinn var 9 kW 230 volta rakstraumsrafall frá Frognerkilens Fabrik í Ósló. Hann snérist 620 snún. á mín. og vó 1,5 tonn. <ref> Vefur Rafís, sótt 18 apríl af: http://www.rafis.is/fir/sagafir.htm </ref>
 
Í kjölfar virkjunarinnar í hafnarfirði fóru hjólin að snúast, og árið 1915 var uppsett afl smárafstöðva á Íslandi komið í 370 kW. Árið 1950 voru komnar 530 smávirkjanir út um allt land. Fyrsta virkjun sem náði að 10 MW var Írafossvirkjun og hún var gangsett árið 1953. Árið 1965 er Landsvirkjun stofnuð og markaðssetning raforku hefst. Fyrsta virkjun sem náði að 200 MW var Búrfellsvirkjun og hún var gangsett árið 1969. Tæplega 30 virkjanir stærri en 10 MW voru byggðar á árunum 2000 – 2006. Árið 2007 var stærsta vatnsaflsvirkjun Íslands, Kárahnjúkavirkjun gangsett, 650 MW. <ref> Vefur Samorku, sótt 16 apríl af: http://soloweb.samorka.is/Apps/WebObjects/Samorka.woa/1/swdocument/1000799/Benedikt+Gu%C3%B0mundsson.pdf?wosid=false </ref> Árið 2007 var heildaraflið komið í 1852 MW. Það gerir um 11,9 TWh á ári <ref>http://www.orkutolur.is/mm/raforka/</ref>
 
== Hluti vatnsafls af orkunotkun ==
Lína 47:
Stærstu framleiðslulöndin árið 2002: Canada 345 TWh, Brasilía 288 TWh, USA 264 TWh, Kína 231 TWh, Rússland 167 TWh, Noregur 129 TWh.
 
Stærsta stífla heims er í byggingu, [[Þriggja gljúfra stíflan]] í Kína, Uppsett afl 18,2 GW og mun framleiða 84.7 TWh. Uppsett afl Kárahnjúkavirkjunar er 690 MW og uppgefin orkuvinnslugeta er 4.600.000 MWh á ári, munurinn á þessum tvemur virkjunum er gríðarlega mikill.
 
=== Á Íslandi ===
Íslendingar eru duglegir í nýta sér innlendar orkulindir. Tæplega 82% af allri orku sem notuð er hér á Íslandi er innlend og kemur frá endurnýjanlegum orkulindum. Hlutfall vatnsorku af hlutfallslegri notkun Íslendinga hefur aukist verulega frá árinu 1945. Af innlendu orkunni voru árið 2007 um 15% af heildarnotkun frá vatnsafli og 67% frá nýtingu jarðgufu og munar þar mestu um hitaveitu til húshitunar. Afganginn, um 18%, fáum við frá innfluttum orkugjöfum, fyrst og fremst eldsneyti, 15,6% (bensín og olía), og munar þar mestu um fiskveiði- og bílaflotana, og 2,2% frá kolum.<ref> Vefur Rammaáætlunar, sótt 12 apríl af: http://www.rammaaaetlun.is/virkjanakostir/1-afangi/</ref>
 
Lína 76:
 
Vatnsaflsvirkjunum er skipt í þrennt:
* Low head: Undir 10 metra fallhæð.
* Medium head: þar er mikið vatn með litla fallhæð, fallhæð milli 10 og 100 metra.
* High head: Fallhæð meiri og frá náttúrunnar hendi. Flestar íslenskar eru high head.<ref>Vefur Navitron, sótt 20 apríl af: http://www.navitron.org.uk/category.php?catID=70</ref>
 
== Tilvísanir ==
Lína 122:
[[simple:Hydropower]]
[[sk:Vodná energia]]
[[sl:Vodna energija]]
[[sr:Хидроенергија]]
[[sv:Vattenkraft]]