„Röðunarreiknirit“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Spm (spjall | framlög)
Lína 294:
 
===Sameiningarröðun===
'''[[Sameiningarröðun]]''' (e. ''mergesort'') nýtir þann eiginleika hversu auðvelt það er að sameina tvo raðaða lista. Röðunin byrjar á að bera saman fyrstu tvö stökin í hvorum lista fyrir sig og afritar minna stakið (eða stærra ef raða á stæstastærsta stakinu fyrst) í nýjan lista. Heldur síðan áfram og ber þá fyrsta stakið í listanum sem var með hærra stak í fyrsta samanburðinum við annað stakið í seinni listanum.
 
Röðunaraðferðin býr til þessa tvo röðuðu lista með því að skipta upprunalega listanum sem á að raða í tvennt, síðan hvorum af þessumþessarra nýju tveimur listumlista í tvennt aftur hvorum fyrir sig og svo framvegis þangað búið er að búta upprunalega listann niður í lista sem einungis geyma eitt stak hver. Að því loknu eru þessir einingalistar sameinaðir tveir og tveir í einu og mynda þá raðaðan lista með tveimur stökum. Því næst eru þeir listar sameinaðir og svo framvegis þangað til allir undirlistar hafa verið sameinaðir í heilan fullraðaðan lista.
 
===Skeljaröðun===