„London School of Economics“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|250px|Á háskólalóð í LSE '''London School of Economics and Political Science''' (íslenska: ''Hagfræði- og stjórnmálafræðiháskólinn ...
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:HoughtonStreet.jpg|thumb|250px|Á háskólalóð í LSE]]
 
'''London School of Economics and Political Science''' ([[íslenska]]: ''Hagfræði- og stjórnmálafræðiháskólinn í London'', yfirleitt '''London School of Economics''' eða '''LSE''') er almennur rannsókna[[háskóli]] sérhæfður í [[félagsvísindi|félagsvísindum]] og staddur í [[London]], [[Bretland]]i. Hann er einn þeirraníu stærstu háskóla sem tilheyra [[Háskólinn í London|Háskólanum í London]]. LSE var stofnaður árið [[1895]] af þeim [[Sidney Webb]], [[Beatrice Webb]] og [[George Bernard Shaw]], allir voru meðlimir í [[Fabian Society]]. Árið [[1900]] varð LSE meðlimur í Háskólanum í London og árið [[1902]] var byrjað að veita nemendum gráður. Þrátt fyrir að það standi í nafninu að LSE sé hagfræðiskóli er kennt og rannsakað í öllum félagsvísindum, m.a. í [[bókhald]]i og [[fjármálavísindi|fjármálavísindum]], [[mannfræði]], [[hagfræði]], [[landafræði]], [[sagnfræði]], [[alþjóðatengsl]]um, [[lögfræði]], [[fjölmiðlafræði]], [[hugfræði]], [[stjórnmálafræði]], [[sálfræði]] og [[félagsfræði]].
 
LSE er staddur í [[Westminster]] í [[Mið-London]] á svæðinu milli hverfanna [[Covent Garden]] og [[Holborn]]. Um 8.700 nemendur eru skráðir í fullu námi og um 1.300 manns starfar í háskólanum. Árið 2008/09 voru tekjur háskólans 203 milljónir [[sterlingspund|breskra punda]], úr þeim voru 20,3 milljónir frá rannsóknastyrkjum. Bókasafn háskólans, [[British Library of Political and Economic Science]], inniheldur rúmlega 1,4 milljónir binda og er heimsins stærsta félags- og stjórnmálavísindabókasafn.