„Greifastríðið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Skráin Christian_III_of_Denmark.jpg var fjarlægð og henni eytt af Commons af Ellywa vegna þess að per c:Commons:Deletion requests/File:Danmark.jpeg
Merki: Breyting tekin til baka
Lína 1:
[[Mynd:Christian_III_of_Denmark.jpg|thumb|Kristján 3. var gerður að konungi Danmerkur af danska ríkisráðinu 1534.]]
'''Greifastríðið''' var [[borgarastyrjöld]] í [[Danmörk]]u sem stóð frá [[1534]] til [[1536]]. Stríðið stóð milli stuðningsmanna [[Kristján 2.|Kristjáns 2.]] sem hafði verið settur af árið [[1523]] og [[Kristján 3.|Kristjáns 3.]] sonar [[Friðrik 1. Danakonungur|Friðriks 1.]] sem danski aðallinn hafði komið til valda eftir það og lést [[1533]]. Greifastríðið dregur nafn sitt af [[Kristófer greifi af Aldinborg|Kristófer greifa]] af [[Aldinborg]] sem studdi Kristján 2. til valda ásamt nokkrum hluta danska aðalsins frá [[Sjáland]]i og [[Skánn|Skáni]] auk borganna [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]], [[Málmey]]jar og þýsku borganna [[Lýbika|Lýbiku]] og [[Mecklenburg]]. Her þessara aðila undir stjórn dansks [[fríbýttari|fríbýttara]], [[Klement skipstjóri|Klements skipstjóra]], hélt til [[Jótland]]s gegn danska háaðlinum sem réði í [[danska ríkisráðið|danska ríkisráðinu]]. Flestir voru bændur og borgarar. Margir [[herragarður|herragarðar]] voru látnir brenna til kaldra kola í Norður- og Vestur-Jótlandi.