„XXX Rottweilerhundar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingu frá 37.111.247.61 (spjall), til baka í síðustu útgáfu frá Apakall
Merki: Afturköllun
Ekkert breytingarágrip
Merki: Breyting tekin til baka Sýnileg breyting Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 1:
{{heimildir}}
'''[[30|XXX]] Rottweilerhundar''' er íslensk rapp[[hljómsveit]]. Hún var stofnuð fyir hina árlegu keppni [[Músíktilraunir]] árið 2000. Þessi verðlaun eru mikil viðurkenning fyrir unga tónlistamenn enda fá sigurvegarar músiktilrauna stúdiótíma með frægum upptökumönnum og fá að fullgera demo af einum geisladiski. XXX Rottweilerhundar unnu [[músíktilraunir]] árið 2000 og slógu í geng í framhaldinu. Meðlimir hljómsveitarinnar komu nær allir úr Árbæjarhverfi og þess vegna kölluðu þeir sig upphaflega 110 Rottweilerhunda sem vísaði í hverfið og póstfangið þar. Seinna ákváðu þeir að nefna hljómsveitina, XXX Rottweilerhundar. Hljómsveitarmeðlimir voru [[Erpur Eyvindarson]] (Blaz Roca), [[Ágúst Bent Sigurbertsson|Ágúst Bent]] (Bent), Þorsteinn Lár Ragnarson (Stinni), og Lúðvík Páll Lúðvíksson (Lúlli).
 
Eftir sigur hljómsveitarinnar í Músiktilraunum var Erpur Eyvindarson mikið í sviðsljósinu, ekki eingöngu vegna frammistöðu sinnar í rappi því hann vakti líka mikla athygli vegna framsækinna skoðana í samfélagsmálum sem og í pólitík. Erpur stjórnaði vinsælum sjónvarpsþætti á sjónvarpsstöðinni [[SkjárEinn|Skjá Einum]] um tíma sem nefndist ''Íslensk kjötsúpa'' og þótti hann fara ótroðnar slóðir í efnisvali og eins lét nærri að banna þyrfti þættina vegna grófs málflutnings í þáttunum. Einna vinsælastur var Erpur í þáttunum sem karakterinn ''Johnny National'' þar sem hann setti marga viðmælendur út af laginu og gekk oft mjög langt í því að afhjúpa viðmælendur.