„Jólasveinarnir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Íslensku jólasveinarnir''' eru [[Jólasveinn|jólasveinar]] af [[tröll]]akyni og voru upphaflega hafðir til að hræða börn. Foreldrar þeirra eru [[Grýla]] og [[Leppalúði]] og er [[Jólakötturinn]] húsdýrið þeirra. Á [[20. öld]] tóku jólasveinarnir upp margt úr fari hins alþjóðlega jólasveins, þeir klæðast oft rauðum fötum og úthluta einnig gjöfum sem þeir hefðu aldrei gert hér áður fyrr.
 
Hugmyndir um útlit jólasveinanna hefur verið breytilegt. Í fyrstu eru þeir taldir tröllum líkir, síðar í mannsmynd, en stórir, ljótir og luralegir. Má telja líklegt að myndir [[Tryggvi Magnússon|Tryggva Magnússonar]] við jólsveinakvæði [[Jóhannes úr Kötlum|Jóhannesar úr Kötlum]] endurspegli nokkuð hugmyndir manna um þá á þessu síðasta skeiði. Upp úr aldamótum 1900 taka þeir hinsvegar smám saman að fá æ meiri svip af hinum alþjóðelga jólasveini, [[Heilagur Nikulás|heilögum Nikulási]], bæði hvað snertir útlit, klæðaburð og innræti. Þeir verða vinir barnanna, færa þeim gjafir, syngja fyrir þau og segja sögur sem þeir hefðu aldrei gert hér áður fyrr. Mun kaupmannastéttin beint eða óbeint hafa stuðlað mjög að þessu með því að nota þá í jólaauglýsingum að erlendri fyrirmynd. Þessi þróun hefst fyrst í bæjum, en miklu síðar í sveitum.
==Uppruni jólasveina==
 
==Uppruni íslensku jólasveinanna==
Orðið ''jólasveinn'' hefur ekki fundist í íslenskum textum eldri en frá [[17. öld]], í Grýlukvæði sem eignað er síra [[Stefán Ólafsson|Stefáni Ólafssyni]] í [[Vallanes]]i og er eftirfarandi:
 
Lína 24 ⟶ 26:
 
Hversu margir jólasveinarnir voru taldir var misjafnt eftir landshlutum, það er fyrst með útgáfunni á [[Þjóðsögur Jóns Árnasonar|Þjóðsögum Jóns Árnasonar]] [[1862]] sem þeir eru taldir þrettán að tölu. Þar er einnig að finna nöfn þeirra samkvæmt nafnaþulu sem Jón fékk frá séra Páli Jónssyni presti í [[Eyjafjarðarsveit]] sem alist hafði upp í [[Dalirnir|Dölum]] líkt og [[Jóhannes úr Kötlum]]. Jón hafði fleiri nafnaþulur undir höndum sem gefnar voru út síðar auk þess sem ýmis önnur jólasveinanöfn hafa komið fram við síðari eftirgrennslanir. Einnig kemur fram þjóðsögum Jóns talan 9, (einn og átta) en alltaf komu þeir einn á hverjum degi og sá síðasti á [[Aðfangadagur|aðfangadag]]. Síðan einn á hverjum degi aftur til fjalla, sá fyrsti á [[Jóladagur|jóladag]]. Líklega hefur talan 13 fest sig í sessi sökum þess að þá fór sá síðasti til fjalla á [[Þrettándinn|þrettándanum]].
 
Fyrstu nöfn þeirra, sem sjást á prenti, hafa eðlilega unnið sér fastastan þegnrétt, en þau eru þessi í Þjóðsögum Jóns Árnasonar: ''Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottasleikir, Askasleikir, Faldafeykir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur, Kertasníkir.'' Jafngömul nöfn önnur voru raunar alltaf til í handriti hjá Jóni, en komust ekki á prent fyrr en nær hundrað árum síðar. Þau eru þessi: ''Tífill eða Tífall, Tútur, Baggi, Lútur, Rauður, Redda, Steingrímur, Sleffa, Lækjaræsir, Bjálminn sjálfur, Bjálmans barnið, Litlipungur, Örvadrumbur, Hnútur, Bjálfinn, Bjálfans barniið, Bitahængir, Froðusleikir, Syrjusleikir.'' Auk þessara hafa eftirtalin nöfn smám saman komið fram í dagsljósið: ''Pönnuskuggi, Guttormur, Bandaleysir, Þvengjaleysir, Lampaskuggi, Klettaskora, Kertasleikir, Pönnusleikir, Pottaskefill, Hurðaskellir, Moðbingur, Hlöðustrangi, Móamangi, Flórsleikir, Reykjasvelgur.''
 
==Jólasveinar Jóhannesar úr Kötlum==
Það er ekki fyrr en með ljóðinu „Jólasveinarnir“ í bókinni ''[[Jólin koma]]'' sem [[Jóhannes úr Kötlum]] kemur jólasveinahefð nútíma íslendinga í fastar skorður. Samkvæmt þessari hefð eru jólasveinarnir þrettán, heita og koma til manna í þessari röð:
 
# [[Stekkjastaur]] kemur [[12. desember]].
Lína 43 ⟶ 47:
 
[[Heimferð Íslensku jólasveinanna]] eftir Aðfangadag, samkvæmt kvæði Jóhannesar úr Kötlum, Jólasveinarnir.
 
== Heimildir ==
* {{bókaheimild|höfundur=Árni Björnsson|titill=Saga daganna|ár=2000}}
 
== Tengt efni ==