Kattaflétta (fræðiheiti: Actinidia kolomikta)[1] er klifurjurt ættuð frá tempruð tempruðum blandskógum í Austur-Rússlandi, Kóreu, Japan og Kína (Austur-Asíu svæðið).[2]

Kattaflétta

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Lyngbálkur (Ericales)
Ætt: Actinidiaceae
Ættkvísl: Actinidia
Tegund:
A. kolomikta

Tvínefni
Actinidia kolomikta
(Rupr. et Maxim.) Maxim.
Samheiti
  • Actinidia maloides H.L.Li
  • Actinidia gagnepainii Nakai
  • Actinidia longicauda F.Chun
  • Kalomikta mandshurica Regel
  • Prunus kolomikta Maxim. & Rupr.
  • Trochostigma kolomikta (Maxim. & Rupr.) Rupr.

Lýsing breyta

Kattaflétta er langlíf, lauffellandi klifurjurt (eða jarðlæg) sem getur orðið 8 til 10 m löng við bestu skilyrði. Blöðin eru mjög skrautleg og aðalskraut plöntunnar, hvít, bleik og græn, sérstaklega á karlkyns plöntum og í góðri birtu (sól). Hvít blómin koma úr blaðöxlum, fremur lítil og lítt áberandi, ilmandi. Berin gulgræn, vel æt og innihalda mikið af C vítamíni.[3] Hún er harðgerðasta tegund ættkvíslarinnar Actinidia, og þolir niður að -40 °C á veturna, en er nokkuð viðkvæm fyrir frostskemmdum síðla vors (mið-Evrópu).

 
 
 

Ræktun breyta

Actinidia kolomikta er skrautplanta fyrir garða og innanhúss. Henni var safnað af Charles Maries í Sapporo, á Hokkaido í norður Japan 1878, og sendi hann til styrktaraðila sinna Veitch Nurseries, sem kynntu tegundina til ræktunar á vesturlöndum.[4]

Actinidia kolomikta er ræktuð á kaldtempruðum svæðum sem skrautplanta, ekki síst vegna áberandi mislitra blaðanna (hvítir og bleikir flekkir), en einnig vegna berjanna sem eru tiltölulega smá (2-5 g). Það er fjöldi nefndra klóna í ræktun vegna berjanna í Rússlandi og Póllandi. Plönturnar eru einkynja svo að yfirleitt þurfa þær að hafa karl nálægt til að gefa af sér. Einhverjir klónar eru þó tvíkynja og sjálffrjóvgandi (t.d. 'Крупноплодная').[5]

Plágur breyta

Plantan hefur mikið aðdráttarafl á ketti, meir en kattamynta eða garðabrúða og geta þeir stórskemmt ungar plöntur. Í upphafi ræktunar í Boston fann einn garðyrkjumaðurinn allar smáplönturnar nagaðar niður að rót í gróðurhúsin,en það kom svo í ljós að köttur bar ábyrgðina á skemmdarverkunum.[4]

Orðsifjar breyta

Kolomikta er almennt heiti á tegundinni í Amur í austur Rússlandi, og er líklega vísun í fjölbreyttra lita blaðanna.[6]

Tilvísanir breyta

  1. English Names for Korean Native Plants (PDF). Pocheon: Korea National Arboretum. 2015. bls. 338. ISBN 978-89-97450-98-5. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 25. maí 2017. Sótt 25. janúar 2016 – gegnum Korea Forest Service.
  2. Li, Jianqiang; Li, Xinwei; Soejarto, D. Doel. "Actinidia kolomikta". Flora of China. 12. Retrieved 2013-11-18 – via eFloras.org, Missouri Botanical Garden, St. Louis, MO & Harvard University Herbaria, Cambridge, MA.
  3. Kattaflétta Geymt 11 ágúst 2020 í Wayback Machine Lystigarður Akureyrar
  4. 4,0 4,1 Alice M. Coats, Garden Shrubs and Their History (1964) 1992, s.v. "Actinidia".
  5. Криулев Ю. П. Актинидия в средней полосе // Волшебная грядка : газета. — 2009. — № 13.
  6. Gledhill, David (2008). The Names of Plants. Cambridge University Press. bls. 35, 225. ISBN 9780521866453.

Tenglar breyta

 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.