Katrín Hannesdóttir

Katrín Hannesdóttir (1920?). Foreldrar hennar voru Guðrún Björnsdóttir sýslumanns í Ögri og Hannes Eggertsson hirðstjóri sem var af norskum lögmannsættum. Alls eignuðust þau 7 börn en Guðrún bjó með þeim á Núpi í Dýrafirði. Eftir þrjú húsbrot, tvö á Núpi og eitt á Bessastöðum á skömmum tíma fluttust þau til Þýskalands nálægt Hamborg og dvöldu þar nokkur ár. Hannes var ölkær og sagt að hann hafi látist á kamri á Bessastöðum segja aðrir að hafi skeð á fljótabáti á ánni Elbu og Guðrún þá flust heim með börn sín. Eggert, bróðir Katrínar, var í sveinaliði Gissurar Einarssonar sem var fyrsti lúterski biskupinn vígður 1543. Hann bað Karínar og hún verður því fyrsta biskupsfrú í lúterskum sið í Skálholti. Þau höfðu margt sameiginlegt því Gissur hafði lært í þýskalandi á svipuðum tíma og Katrín var þar. Þau eignuðust tvö börn sem létust í frumbernsku. Gissur lést árið 1548. Jón Arason hólabiskup gróf upp lík Gissurar tveimur árum síðar í kirkjunni og setti í poka og huslaði út fyrir garð með svívirðingum því hann taldi hann trúvilling sem hefði vanhelgað kirkjuna og trúna. Katrín hefur að líklindum verið enn í Skálholti þá því hún giftist síðar Þórði Marteinssyni sem var elsti sonur og skiptabússtjóri næstakjörna biskups og þau kynnast þar. Þau bjuggu svo á Breiðabólsstað í Fljótshlíð í tvö ár uns Þórður lést og eftir það flutti Katrín aftur vestur og ánafnaði fátækum þær eigur sem hún átti í skemmu sinni.

Heimildir breyta

Jón Halldórsson í Hítardal, Biskupasögur I, Sögufélagið 1903-10.

Hildur Hákonardóttir, Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú? Forlagið Sæmundur 2019.  ISBN 978-9935-493-20-0