Katrín 1. Rússakeisaraynja
Katrín 1. (15. apríl 1684 – 17. maí 1727) var keisaraynja Rússlands frá 1725 til 1727. Hún hafði gifst Pétri mikla Rússakeisara árið 1707 og tók við af honum sem einvaldur Rússaveldis eftir dauða hans.
| ||||
Katrín 1.
| ||||
Ríkisár | 8. febrúar 1725 – 17. maí 1727 | |||
Skírnarnafn | Marta Helena Skowrońska | |||
Fædd | 15. apríl 1684 | |||
Jakobstadt, Kúrlandi, pólsk-litháíska samveldinu | ||||
Dáin | 17. maí 1727 (43 ára) | |||
Tsarskoje Selo, Sankti Pétursborg, Rússlandi | ||||
Gröf | Dómkirkja Péturs og Páls, Sankti Pétursborg, Rússlandi | |||
Undirskrift | ||||
Konungsfjölskyldan | ||||
Faðir | Samuel Skowroński | |||
Móðir | Elisabeth Moritz | |||
Keisari | Pétur mikli | |||
Börn | 12, þ. á m. Elísabet |
Æviágrip
breytaEkki eru til traustar heimildir um uppruna Katrínar.[1] Voltaire sagði um hana að hún hefði lifað enn merkilegra lífi en Pétur mikli.
Katrín fæddist undir nafninu Marta Helena Skowrońska til fátækra, kaþólskra foreldra sem létust úr plágu í kringum árið 1689. Eftir dauða foreldra sinna setti frænka hennar hana í fóstur sem þjónustustúlku lúterska prestsins Johanns Ernst Glück, sem þýddi biblíuna á lettnesku.[2]
Árið 1702 giftist Katrín, sem þá þegar var rómuð fyrir fegurð sína, sænskum dragóna að nafni Johan Cruse, sem var staðsettur með herliði sínu í nágrenninu. Hjónaband þeirra varði aðeins í átta daga því sænsku hermennirnir neyddust til að hörfa undan árás rússneska hersins. Johan sást aldrei framar og lést líklega í átökunum. Marta fékk vinnu hjá rússneska hermarskálknum Boris Sjeremetev, sem hafði leitt rússnesku gagnárásina, en hann lét hana síðan ganga til furstans Alexanders Mensjikov. Hugsanlega áttu þau Alexander í ástarsambandi áður en Marta kynntist Pétri mikla árið 1703. Stuttu síðar gerðist hún ástkona Péturs.
Árið 1705 snerist Marta til rússnesks rétttrúnaðar og tók sér nafnið Jekaterína Alexejevna. Einhvern tímann á bilinu 23. október til 1. desember árið 1707 giftust Katrín og Pétur í leynilegri athöfn í Sankti Pétursborg. Árið 1711 fylgdi Katrín keisaranum í herför hans gegn Tyrkjum og veitti honum aðstoð með því að semja við Tyrki eftir að Pétur var innikróaður með her sínum á bakka Prutfljótsins. Sagt er að hún hafi mútað tyrkneska stórvesírnum með skartgripum sínum til að fá hann til að hörfa með her sinn.
Þau Pétur héldu formlega giftingarathöfn árið 1712 eftir að Katrín hafði fætt dóttur, prinsessuna Önnu Petrovnu. Keisarahjónin eignuðust sex börn til viðbótar, þar á meðal keisaraynjuna Elísabetu.
Katrín var krýnd keisaraynja árið 1724. Pétur lést næsta ár án þess að útnefna sér erfingja og Katrín tók því við honum sem drottnari Rússaveldis með stuðningi embættismanna sem höfðu komist til metorða á valdatíð Péturs. Hún útnefndi Mensjikov helsta ráðherra sinn og leyfði honum að fara með töluverð völd. Katrín lést aðeins tveimur árum á eftir Pétri og því varði valdatíð hennar ekki lengi.
Tilvísanir
breyta- ↑ Massie, Robert K (1980). Peter the Great. New Jersey: Random House, bls. 352.
- ↑ Robert K. Massie 1985, bls. 353.
Fyrirrennari: Pétur mikli |
|
Eftirmaður: Pétur 2. |