Katherine Johnson (fædd Coleman; 26. ágúst 1918 – 24. febrúar 2020) var bandarískur stærðfræðingur. Útreikningar hennar á brautarfræði sem starfsmaður NASA voru forsenda fyrir geimferðir Bandaríkjanna.[1] Á 33 ára ferli sínum hjá NASA og forvera þess gat hún sér gott orð fyrir að ná tökum á flóknum handvirkum útreikningum og var líka brautryðjandi í notkun tölva til að framkvæma verkefnin. Geimferðastofnunin hefur talað um „sögulegt hlutverk hennar sem ein af fyrstu afrísk-amerísku konunum sem starfaði sem vísindamaður hjá NASA“.[2]

Katherine Johnson árið 1983.

Verk Johnsons fólu meðal annars í sér að reikna út ferla, skotglugga og neyðarbakaleiðir fyrir geimferðir Mercury-verkefnisins, þar á meðal fyrir geimfarana Alan Shepard, fyrsta Bandaríkjamanninn sem fór út í geim, og John Glenn, fyrsta Bandaríkjamanninn á braut um jörðu, og stefnumótaleiðir fyrir Apollo Lunar Module og stjórnbúnaðinn í tunglferðum. Útreikningar hennar voru einnig nauðsynlegir fyrir upphaf geimskutluáætlunarinnar og hún vann að áætlunum um leiðangur til Mars. Hún var þekkt sem „mannleg tölva“ út af mikilli stærðfræðigetu sinni og hæfileika til að vinna með geimferla með takmarkaðri tækni þess tíma.

Árið 2015 veitti Barack Obama Johnson frelsisorðu Bandaríkjaforseta. Árið 2016 afhenti NASA-geimfarinn Leland D. Melvin henni Silver Snoopy-verðlaunin og NASA Group Achievement Award. Taraji P. Henson lék hana í kvikmyndinni Hidden Figures árið 2016. Árið 2019 var Johnson sæmd gullorðu Bandaríkjaþings.[3] Árið 2021 var nafn hennar skráð í National Women's Hall of Fame.[4]

Tilvísanir breyta

  1. Smith, Yvette (24. nóvember 2015). „Katherine Johnson: The Girl Who Loved to Count“. NASA. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. febrúar 2019. Sótt 12. febrúar 2016. „Her calculations proved as critical to the success of the Apollo Moon landing program and the start of the Space Shuttle program, as they did to those first steps on the country's journey into space.“
  2. „Hidden Figures To Modern Figures: Students See SLS Rocket at Michoud“. YouTube. Marshall Space Flight Center. 24. nóvember 2016. Afritað af uppruna á ágúst 19, 2020. Sótt 4. mars 2020.
  3. 'Hidden Figures' Honored at U.S. Capitol for Congressional Gold Medal“. 10. desember 2019.
  4. „Michelle Obama, Mia Hamm chosen for Women's Hall of Fame“. 8. mars 2021.