Kartesíusarhnitakerfið
(Endurbeint frá Kartesíska hnitakerfið)
Kartesíusarhnitakerfið eða rétthyrnt hnitakerfi er hnitakerfi með tvo eða þrjá ása eftir því hvort það er í tví- eða þrívídd. Ásar þessir eru hornréttir hver á annan og kallast x-ás, y-ás og z-ás. Kerfið er nefnt eftir franska heimspekingnum René Descartes (Cartesius á latínu), sem fann það upp.