Karaókí
Karaókí eða karíókí (úr japönsku カラオケ kara 空 „tómt“ og ōkesutora オーケストラ „hljómsveit“) er skemmtunarform þar sem maður syngur með tónlist með hljóðnema. Sú tónlist, sem sungið er með, er oftast popptónlist án aðalsöngs. Texti lagsins er sýndur á skjá, með tákni sem fylgir eftir textanum til að hjálpa söngvaranum. Í sumum löndum heitir karaókítæki KTV. Skammstöfun þessi getur líka átt við útgáfu lags án aðalsöngs.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Karaókí.