Kan (mongólska: хан/khan) er heiti leiðtoga eða konungs, upphaflega meðal Mongóla en síðar um alla Mið-Asíu eftir landvinninga Djengis Khan. Fyrstu fjórir kanar Mongólaveldisins báru titilinn stórkan eða kagan („leiðtogi leiðtoganna“). Ríki þar sem þjóðhöfðingi ber titilinn kan er kallað kanat. Kan var líka notaður sem aðalstitill í Persíu og Mógúlveldinu en þar notuðu þjóðhöfðingjar titilinn sja sem er yfirleitt þýtt sem keisari.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.