Kalvin og Hobbes
Kalvin og Hobbes eru myndasögur eftir Bill Watterson og heita eftir aðalpersónunum tveimur, Kalvin og Hobbes. Kalvin er hugmyndaríkur en óstýrilátur sex ára drengur með mikið ímyndunarafl. Hobbes er tuskudýrið hans, en í huga Kalvins er Hobbes lifandi.
Á Íslandi birtist myndasagan fyrst árið 1986 í Þjóðviljanum undir nafninu Kalli og Kobbi. Síðar hefur myndasagan um þá Kalvin og Hobbes birst í Morgunblaðinu.