Kalush Orchestra

úkraínskur hópur

Kalush er úkraínskur hipphopp hópur stofnaður árið 2019. Hann samanstendur af rapparanum Oleh Psiuk, hljóðfæraleikaranum Ihor Didentsjuk og plötusnúðnum DJ MC KylymMen. Didentsjuk er einnig meðlimur raf-þjóðlaga hljómsveitarinnar Go_A. Hópurinn dregur nafnið sitt af Kalusj, heimabæ Oleh Psiuk.

Kalush
Kalush árið 2022, vinstri til hægri: MC KylymMen, Didenchuk og Psiuk
Kalush árið 2022, vinstri til hægri: MC KylymMen, Didenchuk og Psiuk
Upplýsingar
Önnur nöfnKalush Orchestra
UppruniÚkraína
Ár2019–núverandi
Stefnur
Útgáfufyrirtæki
Meðlimir
  • Oleh Psiuk
  • Ihor Didenchuk
  • Vlad Kurochka

Kalush Orchestra
  • Tymofii Muzychuk
  • Vitalii Duzhyk
  • Dzhonni Dyvnyy
  • Sasha Tab
Fyrri meðlimirMC KylymMen

Kalush sér einnig um hliðarverkefnið Kalush Orchestra ásamt þjóðlagalistamönnunum Tymofij Muzytsjuk og Vitalij Duzjyk. Kalush Orchestra keppti fyrir hönd Úkraínu í Eurovision 2022 með laginu „Stefania“. Hópurinn sigraði með 631 stig og setti hann met í að fá úr stigagjöf símakosningar, eða um 93,8% atkvæða.

Kalush var ekki upprunalegi sigurvegari Vidbir, undankeppni Eurovision í Úkraínu. Planað var að Alina Pash myndi keppa með laginu „Shadows of Forgotten Ancestors“ en ákvað hún að draga sig úr keppni eftir fyrri ferðalög til Krímskaga.

Útgefið efni

breyta

Hljómplötur

breyta
  • Hotin (2021)
  • Yo-yo (2021)

Smáskífur (Kalush Orchestra)

breyta
  • „Shtomber Womber“ (2021)
  • „Stefania“ (2022)
   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.