Kalmanshellir
Kalmanshellir (nefnist einnig Einsteinshellir)[1] í Hallmundarhrauni er lengsti hellir Íslands eða 4035 metrar. Hann er staðsettur um 5 km norðaustur af Þrístapa. Niðurföll eða op á hellinum eru um 50 og þau er að finna á einskonar hellu eða sléttgrýti sem annars er umkringt úfnu hrauni og er hellirinn því auðfundinn.
Efsti hluti hellisins er í 636 m h.y.s. en sá lægsti í 590 og hæðarmismunur hæsta og lægsta punkts því aðeins 46 m.
Árið 2011 var hellirinn friðaður og er almenningi bannað að skoða hellinn (að stærstum hluta) án sérstaks leyfis frá Umhverfisstofnun.
Hellirinn er nefndur í höfuðið á Gunnlaugi Kalmani Stefánssyni (1935 - 2011), bónda á Kalmanstungu. Er Stefánshellir ennfremur nefndur eftir föður hans.
Tengt efni
breytaTengill
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Örnefnaskrá Kalmanstungu í Hvítársíðu (PDF). Örnefnastofnun. bls. 26.