Kalksvifþörungar

(Endurbeint frá Kalkþörungar)

Kalksvifþörungar (fræðiheiti: Coccolithophores) eru einfrumuþörungar eða plöntusvif af ættkvíslinni Haptophyla. Þeir eru minni en skoruþörungar og kísilþörungar. Þeir eru alsettir örsmáum og fíngerðum plötum úr kalki. Kalksvifþörungar eru sjávarlífverur og er mikil mergð þeirra í ljóstillífunarbelti hafsins. Heimkynni kalksvifþörunga er úthafið. Ein tegund þeirra, Emiliania huxleyi, er algeng á norðlægum slóðum og finnst í miklu magni utan landgrunnsins sunnan við Ísland og allt til Bretlands. Talið er að sú tegund eigi mikinn hlut í varanlegri bindingu kalks og þar með einnig koltvísýrings í hafinu. Stundum er svo mikið af þessum þörungi í hafinu að það litast mjólkurhvítt. Þessi þörungur getur myndað rokgjarnt brennisteinssamband sem talið er að geti valdið niðurbroti á ósoni í lofthjúpi jarðar.

Kalksvifþörungar
Coccolithus pelagicus
Vísindaleg flokkun
Ríki: Frumverur (Protista)
Fylking: Haftþörungar (Haptophyta)
Flokkur: Prymnesiophyceae
Ættbálkur: Isochrysidales
Coccolithales

Rannsóknir á steingervingum kalksvifþörunga veita upplýsingar um hitastig og seltustig sjávar á mismunandi tímum.

Á Bíldudal er verksmiðja sem nýtir þessa þörunga og framleiðir skepnufóður. Kúabúið að Hóli í Önundarfirði hefur notað kalkið í fóður mjólkurkúna með þeirri niðurstöðu að mjólkin sem kýrnar framleiða sé fituríkari og próteinríkari en annars.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. „Kýrnar á Hóli skila betri mjólk“. Rúv.is. 27. ágúst 2008.

Heimildir

breyta