Kaka (Nestor meridionalis) er stór páfagaukur af ætt Strigopidae sem lifir í skógum Nýja-Sjálands. Undirtegundir skiptast í Nestor meridionalis septentrionalis á Norðureyju og N. m. meridionalis á Suðureyju. Tegundin flokkast undir viðkvæmar tegundir.

Kaka-páfagaukar.
Nærmynd.
Útbreiðsla.

Kaka er grábrúnn að lit og rauðleitur um háls og kvið. Lengd er 45 cm og þyngd um 390–560 grömm. Fuglarnir ferðast um í stórum hópum í trjákrónum. Ber, fræ og skordýr eru meðal fæðu þeirra. Hreiðurgerð er í holum trjám og egg eru vanalega 2-4 talsins. Hreysiköttur er meðal annars ógn við tegundina.

Skyldar tegundir eru kea og kakapó.

Heimild breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „New Zealand kaka“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 26. feb. 2017.