Kýreningar voru róttækir nautnahyggjumenn. Stefnan þeirra varð til á 4. öld f.Kr. en stofnandi hennar var Aristippos frá Kýrenu (eða dóttursonur hans sem hét sama nafni).

Kýreningar héldu því fram að æðst gæða væri ánægja og að líkamleg ánægja væri eftirsóknarverðari en andleg ánægja, því hún væri sterkari og fjörugri ánægja. Þeir höfnuðu því einnig að maður skyldi slá því á frest að sækjast eftir ánægju vegna langtímasjónarmiða, annaðhvort vegna þess að meiri ánægja fengist með því að standast freistinguna eða vegna þess að það hefði óþægindi í för með sér síðar ef maður léti undan, svo sem timburmenn. Að þessu leyti voru þeir talsvert frábrugðnir epikúringum, sem töldu að andleg ánægja væri eftirsóknarverðari en líkamleg ánægja og að í öllu skyldi gæta hófs.

Kýreningar töldu einnig að einungis væri hægt að þekkja með vissu eigin upplifanir hverju sinni, til dæmis að maður fyndi sætt bragð núna, en ekki væri hægt að þekkja eðli þeirra hluta sem valda skynjunum okkar, til dæmis að hunang sé sætt á bragðið. Enn fremur neituðu þeir því að hægt væri að vita nokkuð um upplifanir annarra.

Heimildir

breyta
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Cyrenaics“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 30. mars 2006.
  • Branham, R. Bracht, The Cynics: The Cynic Movement in Antiquity and Its Legacy (Los Angeles: University of California Press, 2000). ISBN 0-520-21645-8

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
   Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.