Kúgildi eða kvígildi er gömul verðeining í vöruskiptum. Kúgildi var jafngildi einnar kýr að verðmæti, sem var samasem 6 ær loðnar og lembdar. Kúgildi var fylgifé leigujarðar sem hver ábúandi varð að afhenda þeim er tók við jörðinni af honum.[1]

Kúgildi hefur verið misverðmætt eftir tímabilum og landsvæðum. Um 1200 var kúgildi 3 vættir osts eða smjörs. Á 13. öld var t.d. eitt kúgildi metið á hundrað álnir vaðmáls, þ.e. stórt hundrað =120. Og á 15. öld 120 gildir fiskar, þ.e. 40 á 4 merkur og 80 á 5 merkur.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Heimildir

breyta
  1. Árni Daníel Júlíusson (2013). Landbúnaðarsaga Íslands. 1. bindi.